Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 18:17 Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur verið sakaður um hallarbyltingu á aðalfundi flokksins í dag. Vísir Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira