Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 18:17 Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur verið sakaður um hallarbyltingu á aðalfundi flokksins í dag. Vísir Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira