Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 08:55 Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir hafa verið afar góða mætingu á fundinn og ný stjórn með gott umboð. Það hafi verið um 230 manns á fundinum sem sé fjórfalt meira en á síðasta aðalfundi. „Þetta snýst miklu meira um stefnu og braut,“ segir Sæþór spurður hvort að það hafi verið smalað á fundinn til að koma Gunnari Smára Egilssyni frá sem formanni framkvæmdastjórnar. Sæþór segir marga félagsmenn langa að koma flokknum yfir þennan fimm prósenta þröskuld og inn á þing. Hópur fólks innan flokksins hafi strax eftir kosningar byrjað að ræða þessi mál og það séu nýir einstaklingar í málefna- og kosningastjórn. Sæþór segir margt hafa gengið vel í flokknum og nefnir að flokkurinn eigi vinsælasta borgarfulltrúann, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, auk þess sem þau reki fjölmiðil, Samstöðina. „Ég lærði að taka þátt hjá Eflingu og við erum með reglulega fundi sem virka mjög vel til að byggja upp grasrót og tengingu svo við getum gert verkefni,“ segir Sæþór og að það séu margir í flokknum sem vilji að þetta sé eflt innan flokksins. Það verði reglulegir félagsfundir svo hægt sé að skipta verkum í aðdraganda kosninga á næsta ári. Hann segir hingað til ekki hafa verið fundað reglulega, ekkert hafi verið á dagatali og ekki skýrt umboð. Mætingin hafi ekki verið góð. Sönnu ekki hafnað Sæþór segir bæði stofnendur í framkvæmdastjórn og hann sjálfur ekki geta tekið undir að Sönnu Magdalenu hafi verið hafnað á aðalfundinum. Sanna hafi verið endurkjörin pólitískur leiðtogi og hún sé formaður kosningastjórnar. „Með Gunnar, maður má vera formaður framkvæmdastjórnar í átta ár og þessi átta ár eru búin svo við þurftum að velja nýjan formann framkvæmdastjórnar,“ segir Sæþór um Gunnar Smára Egilsson og brotthvarf hans. Sæþór segir það auðvitað áhyggjuefni að félagar í flokknum hafi í kjölfar fundarins sagt sig úr honum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, hafa til dæmis bæði gert það. Þau hafa bæði skipað sæti á lista flokksins í kosningum og María Lilja starfað á Samstöðinni síðustu misseri. Hann segir ærið verkefni fram undan fyrir nýja forystu. „Við þurfum að sýna að þetta var gott val og að við getum leitt flokkinn. Ég held að það sé mjög lítið sem við getum sannað með texta eða orðum núna, við þurfum að sanna nýja stefnu, að við getum skilað árangri í borgarstjórnarkosningum á næsta ári og þingkosningu og stemningu inni í flokknum.“ Ekki kosið um stefnu Hann segir þessar breytingar innan flokksins ekki hafa áhrif á stefnu hans. Það hafi ekki verið kosið um stefnu flokksins, eða hugmyndafræði, heldur um hugmynd. „Það tekur tíma og athygli að byggja upp virka pólitík. Að mæta og hlusta á flokksfólk til að hafa gott andrúmsloft. Það var ekki nóg fyrir og mig langar að setja meiri athygli á það. Svo fólk í flokknum geti komið til að tengjast.“ Sæþór segir vinstri flokka hafa tapað um allan heim um árabil. Vinstri flokkar fengu verulega slæma kosningu í síðustu Alþingiskosningum og náðu til dæmis ekki inn á þing. Sæþór segir þetta ekki aðeins gilda um Ísland. Þetta sé líka að gerast í Bandaríkjunum og Bretlandi og Frakklandi. Hann hafi því viljað skoða hvað væri hægt að gera öðruvísi og það sé mjög algengt að slík skoðun leiði til átaka. Átökin þurfi ekki að vera öllum opinber Hann segir átök flokksins hingað til hafa verið opinber á spjallborði á netinu. Þar geti hver sem er tekið þátt og það sé opið öllum. Þetta sé umræðuspjall. Hann vilji breyta flokknum frá því að vera „netflokkur“ í að halda reglulega fundi og þessi umræða fari fram innanhúss. Það þurfi ekki að deila öllu með almenningi sem fari fram innan flokksins. Hann hefur mikla trú á því að hann geti náð að sannfæra kjósendur um að kjósa flokkinn í næstu kosningum. Þau séu duglegt fólk. Það sé kannski erfitt akkúrat núna, vegna átakanna, en að hann hafi trú á því að þau geti sýnt í verki að þeim sé treystandi. Sæþór Benjamín er Bandaríkjamaður og fæddist þar en er í dag íslenskur ríkisborgari og tók upp nafnið Sæþór eftir að hann flutti hingað. „Mig langar að búa í alvöru samfélagi,“ segir Sæþór um það af hverju hann kom til Íslands. Hann hafi verið óánægður með Bandaríkin og eftir að hann hafi ferðast um Evrópu hafi hann séð að honum leist betur á samfélagið þar og samfélagsgerðina. Hann hafi svo hitt manninn sinn á Íslandi og ákveðið að flytja þangað. Spenntur fyrir Kína Nýlega fjallaði Sæþór Benjamín um það á Facebook-síðu sinni að hann hafi þegið boð í kínverska sendiráðið og rætt þar við sendiherrann, He Rulong, um samskipti Íslands og Kína. Sæþór með kínverska sendiherranum, He Rulong. Facebook Sæþór sagði árangur Kína innblásandi og að Íslendingar gætu lært „margt af því hvernig á að beisla framleiðsluafl þjóðarinnar til að nota til að bæta hag allra borgara“. „Það var spennandi að vera boðið,“ segir hann og að sem starfsmaður í Eflingu hafi hann fylgst með, sendiráðið sé við skrifstofuna. Hann hafi undanfarið fylgst náið með því sem sé í gangi í Kína hvað varðar uppbyggingu lestarkerfi og kjarnorkustöð. Hann hafi talað við sendiherrann og það sé hægt að læra mikið af þeim og öðrum svæðum í heiminum sem séu í hraðri uppbyggingu of nefndi, Sahel-svæðið og Víetnam. Það sé mikilvægt að skoða vel hvað gangi vel annars staðar þegar við mótum samfélagið og efnahaginn hjá okkur. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Sæþór talaði aðeins um að Sönnu Magdalenu Mörtudóttur hafi ekki verið hafnað á fundinum. Hún hafi verið kjörin áfram í embætti innan flokksins. Leiðrétt klukkan 09:48 þann 26.5.2025. Sósíalistaflokkurinn Bítið Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hann segir hafa verið afar góða mætingu á fundinn og ný stjórn með gott umboð. Það hafi verið um 230 manns á fundinum sem sé fjórfalt meira en á síðasta aðalfundi. „Þetta snýst miklu meira um stefnu og braut,“ segir Sæþór spurður hvort að það hafi verið smalað á fundinn til að koma Gunnari Smára Egilssyni frá sem formanni framkvæmdastjórnar. Sæþór segir marga félagsmenn langa að koma flokknum yfir þennan fimm prósenta þröskuld og inn á þing. Hópur fólks innan flokksins hafi strax eftir kosningar byrjað að ræða þessi mál og það séu nýir einstaklingar í málefna- og kosningastjórn. Sæþór segir margt hafa gengið vel í flokknum og nefnir að flokkurinn eigi vinsælasta borgarfulltrúann, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, auk þess sem þau reki fjölmiðil, Samstöðina. „Ég lærði að taka þátt hjá Eflingu og við erum með reglulega fundi sem virka mjög vel til að byggja upp grasrót og tengingu svo við getum gert verkefni,“ segir Sæþór og að það séu margir í flokknum sem vilji að þetta sé eflt innan flokksins. Það verði reglulegir félagsfundir svo hægt sé að skipta verkum í aðdraganda kosninga á næsta ári. Hann segir hingað til ekki hafa verið fundað reglulega, ekkert hafi verið á dagatali og ekki skýrt umboð. Mætingin hafi ekki verið góð. Sönnu ekki hafnað Sæþór segir bæði stofnendur í framkvæmdastjórn og hann sjálfur ekki geta tekið undir að Sönnu Magdalenu hafi verið hafnað á aðalfundinum. Sanna hafi verið endurkjörin pólitískur leiðtogi og hún sé formaður kosningastjórnar. „Með Gunnar, maður má vera formaður framkvæmdastjórnar í átta ár og þessi átta ár eru búin svo við þurftum að velja nýjan formann framkvæmdastjórnar,“ segir Sæþór um Gunnar Smára Egilsson og brotthvarf hans. Sæþór segir það auðvitað áhyggjuefni að félagar í flokknum hafi í kjölfar fundarins sagt sig úr honum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, hafa til dæmis bæði gert það. Þau hafa bæði skipað sæti á lista flokksins í kosningum og María Lilja starfað á Samstöðinni síðustu misseri. Hann segir ærið verkefni fram undan fyrir nýja forystu. „Við þurfum að sýna að þetta var gott val og að við getum leitt flokkinn. Ég held að það sé mjög lítið sem við getum sannað með texta eða orðum núna, við þurfum að sanna nýja stefnu, að við getum skilað árangri í borgarstjórnarkosningum á næsta ári og þingkosningu og stemningu inni í flokknum.“ Ekki kosið um stefnu Hann segir þessar breytingar innan flokksins ekki hafa áhrif á stefnu hans. Það hafi ekki verið kosið um stefnu flokksins, eða hugmyndafræði, heldur um hugmynd. „Það tekur tíma og athygli að byggja upp virka pólitík. Að mæta og hlusta á flokksfólk til að hafa gott andrúmsloft. Það var ekki nóg fyrir og mig langar að setja meiri athygli á það. Svo fólk í flokknum geti komið til að tengjast.“ Sæþór segir vinstri flokka hafa tapað um allan heim um árabil. Vinstri flokkar fengu verulega slæma kosningu í síðustu Alþingiskosningum og náðu til dæmis ekki inn á þing. Sæþór segir þetta ekki aðeins gilda um Ísland. Þetta sé líka að gerast í Bandaríkjunum og Bretlandi og Frakklandi. Hann hafi því viljað skoða hvað væri hægt að gera öðruvísi og það sé mjög algengt að slík skoðun leiði til átaka. Átökin þurfi ekki að vera öllum opinber Hann segir átök flokksins hingað til hafa verið opinber á spjallborði á netinu. Þar geti hver sem er tekið þátt og það sé opið öllum. Þetta sé umræðuspjall. Hann vilji breyta flokknum frá því að vera „netflokkur“ í að halda reglulega fundi og þessi umræða fari fram innanhúss. Það þurfi ekki að deila öllu með almenningi sem fari fram innan flokksins. Hann hefur mikla trú á því að hann geti náð að sannfæra kjósendur um að kjósa flokkinn í næstu kosningum. Þau séu duglegt fólk. Það sé kannski erfitt akkúrat núna, vegna átakanna, en að hann hafi trú á því að þau geti sýnt í verki að þeim sé treystandi. Sæþór Benjamín er Bandaríkjamaður og fæddist þar en er í dag íslenskur ríkisborgari og tók upp nafnið Sæþór eftir að hann flutti hingað. „Mig langar að búa í alvöru samfélagi,“ segir Sæþór um það af hverju hann kom til Íslands. Hann hafi verið óánægður með Bandaríkin og eftir að hann hafi ferðast um Evrópu hafi hann séð að honum leist betur á samfélagið þar og samfélagsgerðina. Hann hafi svo hitt manninn sinn á Íslandi og ákveðið að flytja þangað. Spenntur fyrir Kína Nýlega fjallaði Sæþór Benjamín um það á Facebook-síðu sinni að hann hafi þegið boð í kínverska sendiráðið og rætt þar við sendiherrann, He Rulong, um samskipti Íslands og Kína. Sæþór með kínverska sendiherranum, He Rulong. Facebook Sæþór sagði árangur Kína innblásandi og að Íslendingar gætu lært „margt af því hvernig á að beisla framleiðsluafl þjóðarinnar til að nota til að bæta hag allra borgara“. „Það var spennandi að vera boðið,“ segir hann og að sem starfsmaður í Eflingu hafi hann fylgst með, sendiráðið sé við skrifstofuna. Hann hafi undanfarið fylgst náið með því sem sé í gangi í Kína hvað varðar uppbyggingu lestarkerfi og kjarnorkustöð. Hann hafi talað við sendiherrann og það sé hægt að læra mikið af þeim og öðrum svæðum í heiminum sem séu í hraðri uppbyggingu of nefndi, Sahel-svæðið og Víetnam. Það sé mikilvægt að skoða vel hvað gangi vel annars staðar þegar við mótum samfélagið og efnahaginn hjá okkur. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Sæþór talaði aðeins um að Sönnu Magdalenu Mörtudóttur hafi ekki verið hafnað á fundinum. Hún hafi verið kjörin áfram í embætti innan flokksins. Leiðrétt klukkan 09:48 þann 26.5.2025.
Sósíalistaflokkurinn Bítið Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira