Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 12:09 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir að það væri mikill missir ef hallarbylting leiði til þess að Sanna Magdalena færi sig um set. vilhelm/ívar Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda