Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 18:20 Mynd frá vettvangi. Borgarbúar Liverpool voru að fagna árangri samnefnds fótboltaliðs í enska boltanum. Atvikið átti sér stað á skrúðgöngu á vegum liðsins. Owen Humphreys/AP Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þeim hafi borist tilkynning um málið klukkan sex á staðartíma. Þeim hafi verið greint frá því að bíll hafi lent á nokkrum fjölda fólks á Water Street í borginni. Bíllinn hafi numið staðar og maðurinn sem ók honum er, líkt og áður segir, nú í haldi lögreglu. Ekki liggur fyrir hvert ástand þeirra sem urðu fyrir bílnum er. Fótboltaliðið Liverpool bar sigur úr býtum í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Þess vegna fer nú fram skrúðganga á strætum borgarinnar, en talið er að þar séu nokkur þúsund saman komin. Lögreglan hefur greint frá því að ökumaðurinn sé 53 ára gamall karlmaður frá Liverpool-svæðinu. Ekki liggi fyrir hvers vegna atvikið átti sér stað. Sjónarvottur segist, í samtali við Sky News, hafa verið í herbergi vinar síns þegar þau heyrðu öskur. Þeim hafi verið litið út um gluggan og séð bíl keyra yfir fólk. Síðan hafi fólk farið á eftir bílnum og reynt að brjótast inn í hann. Þar á eftir hafi lögregla reynt að koma fólki frá bílnum. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að fregnirnar frá Liverpool séu hræðilegar. „Hugur minn er hjá þeim sem særðir eru, eða hafa orðið fyrir áhrifum vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland England Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þeim hafi borist tilkynning um málið klukkan sex á staðartíma. Þeim hafi verið greint frá því að bíll hafi lent á nokkrum fjölda fólks á Water Street í borginni. Bíllinn hafi numið staðar og maðurinn sem ók honum er, líkt og áður segir, nú í haldi lögreglu. Ekki liggur fyrir hvert ástand þeirra sem urðu fyrir bílnum er. Fótboltaliðið Liverpool bar sigur úr býtum í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Þess vegna fer nú fram skrúðganga á strætum borgarinnar, en talið er að þar séu nokkur þúsund saman komin. Lögreglan hefur greint frá því að ökumaðurinn sé 53 ára gamall karlmaður frá Liverpool-svæðinu. Ekki liggi fyrir hvers vegna atvikið átti sér stað. Sjónarvottur segist, í samtali við Sky News, hafa verið í herbergi vinar síns þegar þau heyrðu öskur. Þeim hafi verið litið út um gluggan og séð bíl keyra yfir fólk. Síðan hafi fólk farið á eftir bílnum og reynt að brjótast inn í hann. Þar á eftir hafi lögregla reynt að koma fólki frá bílnum. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að fregnirnar frá Liverpool séu hræðilegar. „Hugur minn er hjá þeim sem særðir eru, eða hafa orðið fyrir áhrifum vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland England Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira