Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 11:35 Ngan Kieu Tran frá Víetnam, og Dana Zaher og Diana Al Barouki frá Sýrlandi. FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp. Hún flutti lag á fiðlu í útskriftinni.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ. Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Reykjavík Innflytjendamál Dúxar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp. Hún flutti lag á fiðlu í útskriftinni.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ.
Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Reykjavík Innflytjendamál Dúxar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira