Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2025 12:02 Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti SÍNE. Vísir/Arnar Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskóla í gær að heimild skólans til þess að taka við erlendum nemendum hefði verið felld úr gildi. Segir í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að það feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfi sitt. Ríkisstjórn Trump hefur að undanförnu gengið hart fram gegn skólanum eftir að stjórnendur hans neituðu að verða við kröfum um breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir sambandið fylgjast vel með stöðunni. „Þetta kemur manni vissulega á óvart en því miður hefur stefnt í þetta í smá tíma eftir að Trump tók við, við erum ennþá bara að reyna að skilja hvað þetta nákvæmlega þýðir fyrir þá nemendur sem eru úti og fyrir þá nemendur sem eru að fara og erum að reyna að átta okkur betur á stöðunni. Við hvetjum nemendur bæði þá sem eru í umsóknarferli og þá sem eru úti til þess að hafa samband við okkur þannig við getum betur áttað okkur á stöðunni.“ Hann segir sambandið ekki með heildstæðan lista yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig en hafi sett sig í samband við nemendur úti til að átta sig á stöðunni. Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir nemendurna. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg og fyrir nemendur sem kannski eru búnir að leggja mikið á sig til að komast í skólann og eins og þú segir borga gríðarlegar upphæðir að þá er þetta mikið högg og við erum að reyna að átta okkur betur á því hvað þetta nákvæmlega þýði, hvort nemendur séu úti og séu jafnvel á síðasta ári, hvort þeir geti klárað og annað slíkt en jú þetta er augljóslega gríðarlegt högg fyrir nemendur sem hafa lagt mikinn pening og tíma í það að stunda nám við þennan háskóla.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskóla í gær að heimild skólans til þess að taka við erlendum nemendum hefði verið felld úr gildi. Segir í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að það feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfi sitt. Ríkisstjórn Trump hefur að undanförnu gengið hart fram gegn skólanum eftir að stjórnendur hans neituðu að verða við kröfum um breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir sambandið fylgjast vel með stöðunni. „Þetta kemur manni vissulega á óvart en því miður hefur stefnt í þetta í smá tíma eftir að Trump tók við, við erum ennþá bara að reyna að skilja hvað þetta nákvæmlega þýðir fyrir þá nemendur sem eru úti og fyrir þá nemendur sem eru að fara og erum að reyna að átta okkur betur á stöðunni. Við hvetjum nemendur bæði þá sem eru í umsóknarferli og þá sem eru úti til þess að hafa samband við okkur þannig við getum betur áttað okkur á stöðunni.“ Hann segir sambandið ekki með heildstæðan lista yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig en hafi sett sig í samband við nemendur úti til að átta sig á stöðunni. Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir nemendurna. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg og fyrir nemendur sem kannski eru búnir að leggja mikið á sig til að komast í skólann og eins og þú segir borga gríðarlegar upphæðir að þá er þetta mikið högg og við erum að reyna að átta okkur betur á því hvað þetta nákvæmlega þýði, hvort nemendur séu úti og séu jafnvel á síðasta ári, hvort þeir geti klárað og annað slíkt en jú þetta er augljóslega gríðarlegt högg fyrir nemendur sem hafa lagt mikinn pening og tíma í það að stunda nám við þennan háskóla.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira