Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2025 19:48 Ríkisstjórn Donalds Trump á í miklum deilum við stjórnendur Harvard. AP/Charles Krupa Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum. Meðal annars er búið að frysta opinberar fjárveitingar til skólans en þetta nýjasta útspil mun líklega koma verulega niður á fjármálum hans. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að aðgerðirnar feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfið. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að forsvarsmenn skólans hafi skapað óöruggt umhverfi í skólanum með því að leyfa and-bandarískum einstaklingum sem fylgi hryðjuverkamönnum að máli að áreita og ráðast á einstaklinga og þar á meðal marga gyðinga. Margir þessara hættulegu aðila séu erlendir. Þá er haft eftir Kristi Noem, heimavarnaráðherra, að stjórnendur Harvard beri ábyrgð á ástandinu og þeir hafi einnig átt í samstarfi við Kommúnistaflokk Kína. Hún segir það forréttindi en ekki réttindi fyrir háskóla að fá að taka við erlendum nemendum. „Harvard höfðu næg tækifæri til að gera hið rétta. Þeir neituðu,“ segir Noem. „Allir háskólar og menntastofnanir í Bandaríkjunum geta túlkað þetta sem aðvörun.“ Þetta ítrekaði hún í viðtali við Fox News. after announcing that foreign students are being banned from Havard, Noem warns "this should be a warning to every other university to get your act together." pic.twitter.com/m1agbxGVI6— Aaron Rupar (@atrupar) May 22, 2025 Hafa hafnað kröfum Trumps Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar. Stjórnendur Harvard hafa ekki viljað gera það og hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Þeir segja aðgerðir hennar gegn skólanum ólöglegar. Sjá einnig: Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Um 6.800 nemendur skólans á þessu skólaári koma erlendis frá eða rétt rúmur fjórðungur allra nemenda, samkvæmt gögnum sem vísað er í í frétt New York Times. Hlutfallslega borga erlendir nemendur stærri hluta skólagjalda skóla í Bandaríkjunum. NYT hefur eftir talsmanni skólans að þessi nýjasta aðgerð stjórnvalda gegn skólanum sé ólögleg. Nemendur skólans og rannsakendur komi frá rúmlega 140 löndum og komið verði í veg fyrir að þeir verði að leita annað. Noem hafði krafði stjórnendur Harvard um upplýsingar um sakaskrár og möguleg reglubrot erlendra nemenda við skólann. Þeirri kröfu hafa stjórnendur skólans ekki orðið við. Heimildarmaður NYT meðal stjórnenda skólans segir að skólinn muni að öllum líkindum höfða annað mál gegn ríkisstjórninni vegna þessara aðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. 21. maí 2025 22:37 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. 15. apríl 2025 09:15 Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. 14. apríl 2025 23:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Meðal annars er búið að frysta opinberar fjárveitingar til skólans en þetta nýjasta útspil mun líklega koma verulega niður á fjármálum hans. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að aðgerðirnar feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfið. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að forsvarsmenn skólans hafi skapað óöruggt umhverfi í skólanum með því að leyfa and-bandarískum einstaklingum sem fylgi hryðjuverkamönnum að máli að áreita og ráðast á einstaklinga og þar á meðal marga gyðinga. Margir þessara hættulegu aðila séu erlendir. Þá er haft eftir Kristi Noem, heimavarnaráðherra, að stjórnendur Harvard beri ábyrgð á ástandinu og þeir hafi einnig átt í samstarfi við Kommúnistaflokk Kína. Hún segir það forréttindi en ekki réttindi fyrir háskóla að fá að taka við erlendum nemendum. „Harvard höfðu næg tækifæri til að gera hið rétta. Þeir neituðu,“ segir Noem. „Allir háskólar og menntastofnanir í Bandaríkjunum geta túlkað þetta sem aðvörun.“ Þetta ítrekaði hún í viðtali við Fox News. after announcing that foreign students are being banned from Havard, Noem warns "this should be a warning to every other university to get your act together." pic.twitter.com/m1agbxGVI6— Aaron Rupar (@atrupar) May 22, 2025 Hafa hafnað kröfum Trumps Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar. Stjórnendur Harvard hafa ekki viljað gera það og hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Þeir segja aðgerðir hennar gegn skólanum ólöglegar. Sjá einnig: Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Um 6.800 nemendur skólans á þessu skólaári koma erlendis frá eða rétt rúmur fjórðungur allra nemenda, samkvæmt gögnum sem vísað er í í frétt New York Times. Hlutfallslega borga erlendir nemendur stærri hluta skólagjalda skóla í Bandaríkjunum. NYT hefur eftir talsmanni skólans að þessi nýjasta aðgerð stjórnvalda gegn skólanum sé ólögleg. Nemendur skólans og rannsakendur komi frá rúmlega 140 löndum og komið verði í veg fyrir að þeir verði að leita annað. Noem hafði krafði stjórnendur Harvard um upplýsingar um sakaskrár og möguleg reglubrot erlendra nemenda við skólann. Þeirri kröfu hafa stjórnendur skólans ekki orðið við. Heimildarmaður NYT meðal stjórnenda skólans segir að skólinn muni að öllum líkindum höfða annað mál gegn ríkisstjórninni vegna þessara aðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. 21. maí 2025 22:37 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. 15. apríl 2025 09:15 Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. 14. apríl 2025 23:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. 21. maí 2025 22:37
Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42
Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. 15. apríl 2025 09:15
Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. 14. apríl 2025 23:31