Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 12:22 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, lét svipuna ganga og fékk þinglflokk sinn til þess að samþykkja frumvarp Bandaríkjaforseta þrátt fyrir efasemdir margra þeirra. AP/Rod Lamkey yngri Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira