Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 19:01 Cyril Ramaphosa og Donald Trump, forsetar Suður-Afríku og Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í dag. AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Fundinum, sem var sýndur í beinni útsendingu, hefur þegar verið líkt við umsátur og umdeildan fund Trumps og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Hér að neðan má sjá þegar Trump lét slökkva ljósin og spila myndbandið. Donald Trump has ambushed South Africa's President by playing videos which he claims pertain to allegations of 'genocide' in South Africa."I'd like to know where that is because this [the videos] I've never seen" Cyril Ramaphos responded.https://t.co/ePDAgEPC2G📺 Sky 501/YT pic.twitter.com/zTCzw4F5Zf— Sky News (@SkyNews) May 21, 2025 Trump veitti nýlega tæplega sextíu hvítum bændum frá Suður-Afríku hæli í Bandaríkjunum. Hann hefur nokkrum sinnum sagt að verið sé að fremja þjóðarmorð á þeim. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa viðurkennt að hvítir bændur hafi verið myrtir í landinu en ríkisstjórn Trumps skilji ekki af hverju, eins og fram kemur hjá AP fréttaveitunni. Morðin eru sögð vera vegna mikillar glæpaöldu sem gengur yfir landið og hafa margir þeldökkir bændur einnig verið myrtir. Morðtíðni er mjög há í Suður-Afríku en samkvæmt frétt Reuters eru yfirgnæfandi meirihlutri myrtra þeldökkir. Einnig mátti sjá á myndbandinu krossa frá Witkruis minnisvarðanum í Suður-Afríku. Trump hélt því fram að krossarnir táknuðu hvíta bændur sem hafa verið myrtir. Minnisvarðinn er þó einnig til að heiðra þeldökka bændur sem hafa verið myrtir af glæpamönnum. Landbúnaðarráðherra Suður-Afríku, John Steenhuisen, sem er hvítur og tilheyrir öðrum stjórnmálaflokki en Ramaphosa, sagði í samtali við AP að ekki væri verið að leggja hald á land bænda og að ásakanir um þjóðarmorð á hvítum bændum væru rangar. Á myndbandinu sem Trump sýndi í Hvíta húsinu, og hefur verið birt á samfélagsmiðlum Hvíta hússins, má meðal annars sjá meðlimi stjórnmálaflokks í Suður-Afríku hvetja til ódæða gegn hvítu fólki. Meðlimir í sendinefndinni frá Suður-Afríku, eins og Steenhuisen, ítrekuðu að þessi stjórnmálaflokkur væri ekki í ríkisstjórn og ekki embættismenn, eins og Trump hélt fram. Margir flokkar væru virkir í landinu og fordæmdi Ramaphosa ummælin í myndbandinu. Ramaphosa sagði Suður-Afríku lýðræðisríki og að þar væri málfrelsi. Hann sagði einnig að glæpir væru tíðir í Suður-Afríku og það væri ekki eingöngu verið að myrða hvítt fólk. Reiddist blaðamanni vegna flugvélar Tiltölulega snemma eftir að Trump sýndi myndbandið var hann spurður út í það að talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfesti í dag að búið væri að ákveða að taka við 747 einkaþotu sem konungsfjölskylda Katar vill gefa Bandaríkjunum, reiddist hann mjög og kallaði blaðamanninn sem spurði „asna“ og „fávita“. Trump segist ætla að nota þotuna, sem lýst hefur verið sem höll í háloftunum, sem forsetaflugvél sína. Trump blows up at reporter Reporter: The Pentagon announced that it will be accepting the Qatari jet..Trump: You ought to get out of here… It’s NBC trying to get off the subject. You are a terrible reporter. You ought to go back to your studio. No more questions from you.… pic.twitter.com/p64ofA3e8D— Acyn (@Acyn) May 21, 2025 Flugvélagjöfin er mjög svo umdeild en einkaþotan er metin á 53 milljarða króna og þegar kjörtímabili Trumps lýkur stendur til að gefa hana til forsetabókasafns hans og gæti hann haft afnot af henni eftir það. Þá hefur einnig vakið áhyggjur og meðal annars hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins, hve dýrt það verði að breyta henni og tryggja öryggi hennar. Sjá einnig: Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Seinna eftir að Trump var spurður út í flugvélina var hann að tala um stöðuna í Suður-Afríku og byrjaði þá aftur að tala um flugvélina og „fávitann“ frá NBC. Ramaphosa greip þá inn í og reyndi að snúa umræðunni aftur að Suður-Afríku og reyndi að leiðrétta Trump. „Því miður á ég ekki flugvél til að gefa þér,“ sagði Ramaphosa. „Ég vildi að svo væri. Ég myndi þiggja hana,“ svaraði Trump. RAMAPHOSA: I am sorry I don't have a plane to give youTRUMP: I wish you did. I'd take it. If your country offered the US Air Force a plane, I would take itRAMAPHOSA: Okay pic.twitter.com/TgvODTok9P— Aaron Rupar (@atrupar) May 21, 2025 Barist um landtöku í dómsal Eins og fram kemur í frétt BBC hafa yfirlýsingar um þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku lengi verið á kreiki á hægri væng stjórnmála á Vesturlöndum. Vissulega hafi hvítir bændur verið myrtir en upplýsingaóreiðan sé mikil í tengslum við þessi mál. Dómari í Suður-Afríku sagði í febrúar að þjóðarmorð væri ekki að eiga sér stað. Þá bendir glæpatölfræði ekki til þess heldur. Frá október og út desember í fyrra voru 6.953 morð framin í Suður-Afríku. Þar af voru tólf myrtir á sveitabæjum. Einn þeirra var bóndi en hinir bjuggu þar eða unnu og segir í grein BBC að flestir þeirra hafi líklega verið þeldökkir. Þegar kemur að landtöku skrifaði Ramaphosa undir lög í janúar sem ætlað er að draga úr ójafnvægi í landinu þegar kemur að landareignum. Þar hafa hvítir íbúar mikið forskot eftir að hafa stýrt landinu um langt skeið. Lýðræðisbandalagið, sem er annar flokkur í ríkisstjórn Ramaphosa, hefur fordæmt lögin á þeim grunni að þau brjóti gegn eignarétti fólks og standa yfir dómsmál vegna þeirra. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa einnig gripið til aðgerða sem ætlað er að auka vægi þeldökkra í atvinnulífinu. Hvít fólk situr í 62,1 prósenti stjórnendastaða í atvinnulífi Suður-Afríku en eru þó eingöngu 7,7 prósent af vinnuafli landsins. Umdeildur en löglegur söngur Þegar kemur að söng Julius Malema, sem sjá mátti á myndbandi Trumps, um að skjóta eigi hvítt fólk í Suður-Afríku, er það söngur sem naut fyrst vinsælda í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður. Malema var vikið úr ANC, flokki Ramaphosa, fyrir þó nokkrum árum. Reynt hefur verið að gera sönginn ólöglegan en hæstiréttur landsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að málfrelsi heimili Malema að syngja hann á kosningafundum. Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Fundinum, sem var sýndur í beinni útsendingu, hefur þegar verið líkt við umsátur og umdeildan fund Trumps og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Hér að neðan má sjá þegar Trump lét slökkva ljósin og spila myndbandið. Donald Trump has ambushed South Africa's President by playing videos which he claims pertain to allegations of 'genocide' in South Africa."I'd like to know where that is because this [the videos] I've never seen" Cyril Ramaphos responded.https://t.co/ePDAgEPC2G📺 Sky 501/YT pic.twitter.com/zTCzw4F5Zf— Sky News (@SkyNews) May 21, 2025 Trump veitti nýlega tæplega sextíu hvítum bændum frá Suður-Afríku hæli í Bandaríkjunum. Hann hefur nokkrum sinnum sagt að verið sé að fremja þjóðarmorð á þeim. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa viðurkennt að hvítir bændur hafi verið myrtir í landinu en ríkisstjórn Trumps skilji ekki af hverju, eins og fram kemur hjá AP fréttaveitunni. Morðin eru sögð vera vegna mikillar glæpaöldu sem gengur yfir landið og hafa margir þeldökkir bændur einnig verið myrtir. Morðtíðni er mjög há í Suður-Afríku en samkvæmt frétt Reuters eru yfirgnæfandi meirihlutri myrtra þeldökkir. Einnig mátti sjá á myndbandinu krossa frá Witkruis minnisvarðanum í Suður-Afríku. Trump hélt því fram að krossarnir táknuðu hvíta bændur sem hafa verið myrtir. Minnisvarðinn er þó einnig til að heiðra þeldökka bændur sem hafa verið myrtir af glæpamönnum. Landbúnaðarráðherra Suður-Afríku, John Steenhuisen, sem er hvítur og tilheyrir öðrum stjórnmálaflokki en Ramaphosa, sagði í samtali við AP að ekki væri verið að leggja hald á land bænda og að ásakanir um þjóðarmorð á hvítum bændum væru rangar. Á myndbandinu sem Trump sýndi í Hvíta húsinu, og hefur verið birt á samfélagsmiðlum Hvíta hússins, má meðal annars sjá meðlimi stjórnmálaflokks í Suður-Afríku hvetja til ódæða gegn hvítu fólki. Meðlimir í sendinefndinni frá Suður-Afríku, eins og Steenhuisen, ítrekuðu að þessi stjórnmálaflokkur væri ekki í ríkisstjórn og ekki embættismenn, eins og Trump hélt fram. Margir flokkar væru virkir í landinu og fordæmdi Ramaphosa ummælin í myndbandinu. Ramaphosa sagði Suður-Afríku lýðræðisríki og að þar væri málfrelsi. Hann sagði einnig að glæpir væru tíðir í Suður-Afríku og það væri ekki eingöngu verið að myrða hvítt fólk. Reiddist blaðamanni vegna flugvélar Tiltölulega snemma eftir að Trump sýndi myndbandið var hann spurður út í það að talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfesti í dag að búið væri að ákveða að taka við 747 einkaþotu sem konungsfjölskylda Katar vill gefa Bandaríkjunum, reiddist hann mjög og kallaði blaðamanninn sem spurði „asna“ og „fávita“. Trump segist ætla að nota þotuna, sem lýst hefur verið sem höll í háloftunum, sem forsetaflugvél sína. Trump blows up at reporter Reporter: The Pentagon announced that it will be accepting the Qatari jet..Trump: You ought to get out of here… It’s NBC trying to get off the subject. You are a terrible reporter. You ought to go back to your studio. No more questions from you.… pic.twitter.com/p64ofA3e8D— Acyn (@Acyn) May 21, 2025 Flugvélagjöfin er mjög svo umdeild en einkaþotan er metin á 53 milljarða króna og þegar kjörtímabili Trumps lýkur stendur til að gefa hana til forsetabókasafns hans og gæti hann haft afnot af henni eftir það. Þá hefur einnig vakið áhyggjur og meðal annars hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins, hve dýrt það verði að breyta henni og tryggja öryggi hennar. Sjá einnig: Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Seinna eftir að Trump var spurður út í flugvélina var hann að tala um stöðuna í Suður-Afríku og byrjaði þá aftur að tala um flugvélina og „fávitann“ frá NBC. Ramaphosa greip þá inn í og reyndi að snúa umræðunni aftur að Suður-Afríku og reyndi að leiðrétta Trump. „Því miður á ég ekki flugvél til að gefa þér,“ sagði Ramaphosa. „Ég vildi að svo væri. Ég myndi þiggja hana,“ svaraði Trump. RAMAPHOSA: I am sorry I don't have a plane to give youTRUMP: I wish you did. I'd take it. If your country offered the US Air Force a plane, I would take itRAMAPHOSA: Okay pic.twitter.com/TgvODTok9P— Aaron Rupar (@atrupar) May 21, 2025 Barist um landtöku í dómsal Eins og fram kemur í frétt BBC hafa yfirlýsingar um þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku lengi verið á kreiki á hægri væng stjórnmála á Vesturlöndum. Vissulega hafi hvítir bændur verið myrtir en upplýsingaóreiðan sé mikil í tengslum við þessi mál. Dómari í Suður-Afríku sagði í febrúar að þjóðarmorð væri ekki að eiga sér stað. Þá bendir glæpatölfræði ekki til þess heldur. Frá október og út desember í fyrra voru 6.953 morð framin í Suður-Afríku. Þar af voru tólf myrtir á sveitabæjum. Einn þeirra var bóndi en hinir bjuggu þar eða unnu og segir í grein BBC að flestir þeirra hafi líklega verið þeldökkir. Þegar kemur að landtöku skrifaði Ramaphosa undir lög í janúar sem ætlað er að draga úr ójafnvægi í landinu þegar kemur að landareignum. Þar hafa hvítir íbúar mikið forskot eftir að hafa stýrt landinu um langt skeið. Lýðræðisbandalagið, sem er annar flokkur í ríkisstjórn Ramaphosa, hefur fordæmt lögin á þeim grunni að þau brjóti gegn eignarétti fólks og standa yfir dómsmál vegna þeirra. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa einnig gripið til aðgerða sem ætlað er að auka vægi þeldökkra í atvinnulífinu. Hvít fólk situr í 62,1 prósenti stjórnendastaða í atvinnulífi Suður-Afríku en eru þó eingöngu 7,7 prósent af vinnuafli landsins. Umdeildur en löglegur söngur Þegar kemur að söng Julius Malema, sem sjá mátti á myndbandi Trumps, um að skjóta eigi hvítt fólk í Suður-Afríku, er það söngur sem naut fyrst vinsælda í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður. Malema var vikið úr ANC, flokki Ramaphosa, fyrir þó nokkrum árum. Reynt hefur verið að gera sönginn ólöglegan en hæstiréttur landsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að málfrelsi heimili Malema að syngja hann á kosningafundum.
Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent