Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:34 Lögreglumenn á vettvangi morðsins á Andriy Portnov í Madrid í morgun. AP/Paul White Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. Andriy Portnov var einn af helstu ráðgjöfum Viktors Janúkovitsj í forsetatíð hans sem endaði í skugga mannskæðra mótmæla árið 2014. Hann var skotinn til bana fyrir utan bandarískan skóla í Pozuelo Alarcón, úthverfi spænsku höfuðborgarinnar, þegar hann var nýbúinn að skutla börnunum sínum þangað klukkan 9:15 að staðartíma. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins El País réðust tveir eða þrír árásarmenn skutu hann nokkrum skotum, þar á meðal í hnakkann. Enginn hefur hefur enn verið handtekinn vegna morðsins. Beittur refsiaðgerðum og rannsakaður fyrir landráð og spillingu Portnov, sem var 51 árs gamall, var þingmaður á úkraínska þinginu á sínum tíma og var einn nánasti ráðgjafi Janúkovitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum í Euromaidan-mótmælunum svonefndu. Janúkovitsja var hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Mótmælin hófust þegar hann ákvað skyndilega að hætta við að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og snúa sér frekar að Rússlandi. Eftir fall Janúkovitsj-stjórnarinnar yfirgaf Portnov Úkraínu og bjó meðal annars um tíma í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld lögðu refsiaðgerðir á hann árið 2021 fyrir spillingu. Úkraínsk yfirvöld hafa nokkrum sinnum reynt að sækja Portnov til saka fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal landráð í tengslum við innlimun Rússa á Krímskaga og spillingu. Sakamáli á hendur honum var lokað árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Erlend sakamál Spánn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Andriy Portnov var einn af helstu ráðgjöfum Viktors Janúkovitsj í forsetatíð hans sem endaði í skugga mannskæðra mótmæla árið 2014. Hann var skotinn til bana fyrir utan bandarískan skóla í Pozuelo Alarcón, úthverfi spænsku höfuðborgarinnar, þegar hann var nýbúinn að skutla börnunum sínum þangað klukkan 9:15 að staðartíma. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins El País réðust tveir eða þrír árásarmenn skutu hann nokkrum skotum, þar á meðal í hnakkann. Enginn hefur hefur enn verið handtekinn vegna morðsins. Beittur refsiaðgerðum og rannsakaður fyrir landráð og spillingu Portnov, sem var 51 árs gamall, var þingmaður á úkraínska þinginu á sínum tíma og var einn nánasti ráðgjafi Janúkovitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum í Euromaidan-mótmælunum svonefndu. Janúkovitsja var hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Mótmælin hófust þegar hann ákvað skyndilega að hætta við að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og snúa sér frekar að Rússlandi. Eftir fall Janúkovitsj-stjórnarinnar yfirgaf Portnov Úkraínu og bjó meðal annars um tíma í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld lögðu refsiaðgerðir á hann árið 2021 fyrir spillingu. Úkraínsk yfirvöld hafa nokkrum sinnum reynt að sækja Portnov til saka fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal landráð í tengslum við innlimun Rússa á Krímskaga og spillingu. Sakamáli á hendur honum var lokað árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Erlend sakamál Spánn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira