Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:11 Alma Möller, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir, hefur ákveðið að setja fé í að bólusetja fleiri börn og ungmenni gegn HPV-veirunni sem getur valdið krabbameini. Vísir/Vilhelm Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni. Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni.
Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira