Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2025 13:02 Stuðningsmenn Tottenham eru mættir til Bilbao. Stuðningsmenn annarra enskra liða eru flestir á þeirra bandi í kvöld. Burak Akbulut/Anadolu via Getty Images Stuðningsmenn annarra liða en Manchester United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni vonast hvað flestir eftir sigri þeirra síðarnefndu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. The Athletic gerði könnun á meðal stuðningsmanna hinna átján liðanna í ensku úrvalsdeildinni og er Tottenham stutt fram yfir Manchester United hjá fjórtán af átján liðum. Tæplega 70 prósent stuðningsmanna liðanna átján vonast eftir sigri Tottenham. Mestur eru stuðningur við Manchester United hjá þeim sem styðja Lundúnalið Arsenal, West Ham og Chelsea. 77,5 prósent stuðningsmanna Arsenal vonast eftir sigri Manchester United, 63 prósent stuðningsmanna West Ham og 51,9 prósent stuðningsmanna Chelsea. Önnur Lundúnalið virðast ekki kippa sér eins upp við mögulegan sigur Tottenham. 91,7 prósent stuðningsmanna Crystal Palace styðja Tottenham í kvöld og 77,3 prósent Fulham-manna. Hér má sjá tölurnar frá stuðningsmönnum félaga á Englandi sem The Athletic tók saman.Mynd/The Athletic Félög norðar á Englandi vilja síður sjá Manchester United lyfta Evrópudeildarbikarnum í kvöld. Athygli vekur að stuðningurinn er mestur hjá Everton-mönnum. Allir, 100 prósent, stuðningsmanna Everton verða á bandi Tottenham í kvöld. 95,9 prósent rauðklæddra Liverpool-manna vonast þá eftir sigri Tottenham. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið enda átt agaleg tímabil heima fyrir. Þau eru neðstu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem falla ekki; United í 16. sæti með 39 stig og Tottenham með stigi minna í 17. sæti. Liðið sem vinnur leik kvöldsins fer í Meistaradeild Evrópu og hefur því verið kastað fram að starfsöryggi stjóranna tveggja, Rúbens Amorim, og Ange Postecoglu, velti á úrslitum kvöldsins. Spennan er því mikil fyrir kvöldinu meðal stuðningsmanna beggja liða. Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham fer fram í Bilbao klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Vodafone Sport og hefst bein útsending klukkan 18:30. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17 Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31 „Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32 „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
The Athletic gerði könnun á meðal stuðningsmanna hinna átján liðanna í ensku úrvalsdeildinni og er Tottenham stutt fram yfir Manchester United hjá fjórtán af átján liðum. Tæplega 70 prósent stuðningsmanna liðanna átján vonast eftir sigri Tottenham. Mestur eru stuðningur við Manchester United hjá þeim sem styðja Lundúnalið Arsenal, West Ham og Chelsea. 77,5 prósent stuðningsmanna Arsenal vonast eftir sigri Manchester United, 63 prósent stuðningsmanna West Ham og 51,9 prósent stuðningsmanna Chelsea. Önnur Lundúnalið virðast ekki kippa sér eins upp við mögulegan sigur Tottenham. 91,7 prósent stuðningsmanna Crystal Palace styðja Tottenham í kvöld og 77,3 prósent Fulham-manna. Hér má sjá tölurnar frá stuðningsmönnum félaga á Englandi sem The Athletic tók saman.Mynd/The Athletic Félög norðar á Englandi vilja síður sjá Manchester United lyfta Evrópudeildarbikarnum í kvöld. Athygli vekur að stuðningurinn er mestur hjá Everton-mönnum. Allir, 100 prósent, stuðningsmanna Everton verða á bandi Tottenham í kvöld. 95,9 prósent rauðklæddra Liverpool-manna vonast þá eftir sigri Tottenham. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið enda átt agaleg tímabil heima fyrir. Þau eru neðstu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem falla ekki; United í 16. sæti með 39 stig og Tottenham með stigi minna í 17. sæti. Liðið sem vinnur leik kvöldsins fer í Meistaradeild Evrópu og hefur því verið kastað fram að starfsöryggi stjóranna tveggja, Rúbens Amorim, og Ange Postecoglu, velti á úrslitum kvöldsins. Spennan er því mikil fyrir kvöldinu meðal stuðningsmanna beggja liða. Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham fer fram í Bilbao klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Vodafone Sport og hefst bein útsending klukkan 18:30.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17 Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31 „Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32 „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
„Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17
Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31
„Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32
„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02