Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2025 11:31 Tímabilið hefur verið fullt af vonbrigðum fyrir Manchester United en Bruno Fernandes og félagar geta bjargað miklu með sigri í Evrópudeildinni í kvöld. Getty/Bradley Collyer Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. Hvort sem það verður United eða Tottenham sem landar sigri í kvöld þá mun sigurvegarinn setja leiðinlegt met með því að verða lægsta lið sinnar landsdeildar til að vinna Evrópukeppni. Tottenham er í 17. sæti og hefur aðeins hlotið 38 stig úr 37 deildarleikjum, og ef liðið vinnur ekki Brighton á sunnudag verður þetta næstversta stigasöfnun í sögu liðsins. United er í 16. sæti eftir sína verstu stigasöfnun frá 1974, og þá verstu frá 1931 ef liðið vinnur ekki Aston Villa á sunnudaginn. Liðin eru því bæði órafjarri því að ná Evrópusæti í gegnum ensku úrvalsdeildina en geta bjargað afar miklu með því að vinna Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Yfir hundrað milljónir punda í boði Því myndi fylgja mikið fjármagn og eins og fram kemur í grein BBC er þá fé líklega enn mikilvægara fyrir United en Tottenham, vegna gríðarlegs tapreksturs og útistandandi skulda. Svo slæm er staðan að United hefur verið í hættu á að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar sem banna að taprekstur sé meiri en 105 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil. United hefur þegar tapað þrisvar sinnum fyrir Tottenham á þessari leiktíð. Tvisvar í ensku úrvalsdeildinni og einu sinni í deildabikarnum.Getty/Charlotte Wilson „Fjárhagslega séð þá er þetta mikilvægasti leikur í sögu félagsins [United],“ segir Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótbolta, við BBC. „Þátttaka í Meistaradeildinni skiptir sköpum því hún skilar yfir hundrað milljónum punda vegna miðasölu, sjónvarpsréttinda og bónusa frá styrktaraðilum,“ segir Maguire. Mótvægi gegn gríðarlegum skuldum United virðist vera að landa framherjanum Matheus Cunha frá Wolves en sigur í kvöld gæti skipt sköpum fyrir félagið upp á að styrkja leikmannahóp Rubens Amorim í sumar. Vinni liðið ekki gæti það orðið of háð því að ná að selja launaháa leikmenn eins og Marcus Rashford, Jadon Sancho og Antony sem allir voru lánaðir frá félaginu í vetur. „United er enn með einn allra hæsta launareikninginn í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með leikmannahóp sem kostaði yfir einn milljarð punda og mörgum af þessum samningum hefur verið náð með loforðum svo að félagið skuldar enn 300 milljónir punda í greiðslur,“ segir Maguire. „Þess vegna þurfa þeir peningana sem Meistaradeild Evrópu skilar, og það er staðan jafnvel áður en byrjað verður að sækja leikmenn sem stjórinn vill fá. Auknar tekjur myndu setja félagið í mun sterkari stöðu varðandi alla enduruppbyggingu,“ segir Maguire. Leikur Manchester United og Tottenham hefst klukkan 19 í kvöld, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Hvort sem það verður United eða Tottenham sem landar sigri í kvöld þá mun sigurvegarinn setja leiðinlegt met með því að verða lægsta lið sinnar landsdeildar til að vinna Evrópukeppni. Tottenham er í 17. sæti og hefur aðeins hlotið 38 stig úr 37 deildarleikjum, og ef liðið vinnur ekki Brighton á sunnudag verður þetta næstversta stigasöfnun í sögu liðsins. United er í 16. sæti eftir sína verstu stigasöfnun frá 1974, og þá verstu frá 1931 ef liðið vinnur ekki Aston Villa á sunnudaginn. Liðin eru því bæði órafjarri því að ná Evrópusæti í gegnum ensku úrvalsdeildina en geta bjargað afar miklu með því að vinna Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Yfir hundrað milljónir punda í boði Því myndi fylgja mikið fjármagn og eins og fram kemur í grein BBC er þá fé líklega enn mikilvægara fyrir United en Tottenham, vegna gríðarlegs tapreksturs og útistandandi skulda. Svo slæm er staðan að United hefur verið í hættu á að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar sem banna að taprekstur sé meiri en 105 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil. United hefur þegar tapað þrisvar sinnum fyrir Tottenham á þessari leiktíð. Tvisvar í ensku úrvalsdeildinni og einu sinni í deildabikarnum.Getty/Charlotte Wilson „Fjárhagslega séð þá er þetta mikilvægasti leikur í sögu félagsins [United],“ segir Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótbolta, við BBC. „Þátttaka í Meistaradeildinni skiptir sköpum því hún skilar yfir hundrað milljónum punda vegna miðasölu, sjónvarpsréttinda og bónusa frá styrktaraðilum,“ segir Maguire. Mótvægi gegn gríðarlegum skuldum United virðist vera að landa framherjanum Matheus Cunha frá Wolves en sigur í kvöld gæti skipt sköpum fyrir félagið upp á að styrkja leikmannahóp Rubens Amorim í sumar. Vinni liðið ekki gæti það orðið of háð því að ná að selja launaháa leikmenn eins og Marcus Rashford, Jadon Sancho og Antony sem allir voru lánaðir frá félaginu í vetur. „United er enn með einn allra hæsta launareikninginn í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með leikmannahóp sem kostaði yfir einn milljarð punda og mörgum af þessum samningum hefur verið náð með loforðum svo að félagið skuldar enn 300 milljónir punda í greiðslur,“ segir Maguire. „Þess vegna þurfa þeir peningana sem Meistaradeild Evrópu skilar, og það er staðan jafnvel áður en byrjað verður að sækja leikmenn sem stjórinn vill fá. Auknar tekjur myndu setja félagið í mun sterkari stöðu varðandi alla enduruppbyggingu,“ segir Maguire. Leikur Manchester United og Tottenham hefst klukkan 19 í kvöld, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira