Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2025 11:31 Tímabilið hefur verið fullt af vonbrigðum fyrir Manchester United en Bruno Fernandes og félagar geta bjargað miklu með sigri í Evrópudeildinni í kvöld. Getty/Bradley Collyer Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. Hvort sem það verður United eða Tottenham sem landar sigri í kvöld þá mun sigurvegarinn setja leiðinlegt met með því að verða lægsta lið sinnar landsdeildar til að vinna Evrópukeppni. Tottenham er í 17. sæti og hefur aðeins hlotið 38 stig úr 37 deildarleikjum, og ef liðið vinnur ekki Brighton á sunnudag verður þetta næstversta stigasöfnun í sögu liðsins. United er í 16. sæti eftir sína verstu stigasöfnun frá 1974, og þá verstu frá 1931 ef liðið vinnur ekki Aston Villa á sunnudaginn. Liðin eru því bæði órafjarri því að ná Evrópusæti í gegnum ensku úrvalsdeildina en geta bjargað afar miklu með því að vinna Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Yfir hundrað milljónir punda í boði Því myndi fylgja mikið fjármagn og eins og fram kemur í grein BBC er þá fé líklega enn mikilvægara fyrir United en Tottenham, vegna gríðarlegs tapreksturs og útistandandi skulda. Svo slæm er staðan að United hefur verið í hættu á að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar sem banna að taprekstur sé meiri en 105 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil. United hefur þegar tapað þrisvar sinnum fyrir Tottenham á þessari leiktíð. Tvisvar í ensku úrvalsdeildinni og einu sinni í deildabikarnum.Getty/Charlotte Wilson „Fjárhagslega séð þá er þetta mikilvægasti leikur í sögu félagsins [United],“ segir Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótbolta, við BBC. „Þátttaka í Meistaradeildinni skiptir sköpum því hún skilar yfir hundrað milljónum punda vegna miðasölu, sjónvarpsréttinda og bónusa frá styrktaraðilum,“ segir Maguire. Mótvægi gegn gríðarlegum skuldum United virðist vera að landa framherjanum Matheus Cunha frá Wolves en sigur í kvöld gæti skipt sköpum fyrir félagið upp á að styrkja leikmannahóp Rubens Amorim í sumar. Vinni liðið ekki gæti það orðið of háð því að ná að selja launaháa leikmenn eins og Marcus Rashford, Jadon Sancho og Antony sem allir voru lánaðir frá félaginu í vetur. „United er enn með einn allra hæsta launareikninginn í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með leikmannahóp sem kostaði yfir einn milljarð punda og mörgum af þessum samningum hefur verið náð með loforðum svo að félagið skuldar enn 300 milljónir punda í greiðslur,“ segir Maguire. „Þess vegna þurfa þeir peningana sem Meistaradeild Evrópu skilar, og það er staðan jafnvel áður en byrjað verður að sækja leikmenn sem stjórinn vill fá. Auknar tekjur myndu setja félagið í mun sterkari stöðu varðandi alla enduruppbyggingu,“ segir Maguire. Leikur Manchester United og Tottenham hefst klukkan 19 í kvöld, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Hvort sem það verður United eða Tottenham sem landar sigri í kvöld þá mun sigurvegarinn setja leiðinlegt met með því að verða lægsta lið sinnar landsdeildar til að vinna Evrópukeppni. Tottenham er í 17. sæti og hefur aðeins hlotið 38 stig úr 37 deildarleikjum, og ef liðið vinnur ekki Brighton á sunnudag verður þetta næstversta stigasöfnun í sögu liðsins. United er í 16. sæti eftir sína verstu stigasöfnun frá 1974, og þá verstu frá 1931 ef liðið vinnur ekki Aston Villa á sunnudaginn. Liðin eru því bæði órafjarri því að ná Evrópusæti í gegnum ensku úrvalsdeildina en geta bjargað afar miklu með því að vinna Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Yfir hundrað milljónir punda í boði Því myndi fylgja mikið fjármagn og eins og fram kemur í grein BBC er þá fé líklega enn mikilvægara fyrir United en Tottenham, vegna gríðarlegs tapreksturs og útistandandi skulda. Svo slæm er staðan að United hefur verið í hættu á að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar sem banna að taprekstur sé meiri en 105 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil. United hefur þegar tapað þrisvar sinnum fyrir Tottenham á þessari leiktíð. Tvisvar í ensku úrvalsdeildinni og einu sinni í deildabikarnum.Getty/Charlotte Wilson „Fjárhagslega séð þá er þetta mikilvægasti leikur í sögu félagsins [United],“ segir Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótbolta, við BBC. „Þátttaka í Meistaradeildinni skiptir sköpum því hún skilar yfir hundrað milljónum punda vegna miðasölu, sjónvarpsréttinda og bónusa frá styrktaraðilum,“ segir Maguire. Mótvægi gegn gríðarlegum skuldum United virðist vera að landa framherjanum Matheus Cunha frá Wolves en sigur í kvöld gæti skipt sköpum fyrir félagið upp á að styrkja leikmannahóp Rubens Amorim í sumar. Vinni liðið ekki gæti það orðið of háð því að ná að selja launaháa leikmenn eins og Marcus Rashford, Jadon Sancho og Antony sem allir voru lánaðir frá félaginu í vetur. „United er enn með einn allra hæsta launareikninginn í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með leikmannahóp sem kostaði yfir einn milljarð punda og mörgum af þessum samningum hefur verið náð með loforðum svo að félagið skuldar enn 300 milljónir punda í greiðslur,“ segir Maguire. „Þess vegna þurfa þeir peningana sem Meistaradeild Evrópu skilar, og það er staðan jafnvel áður en byrjað verður að sækja leikmenn sem stjórinn vill fá. Auknar tekjur myndu setja félagið í mun sterkari stöðu varðandi alla enduruppbyggingu,“ segir Maguire. Leikur Manchester United og Tottenham hefst klukkan 19 í kvöld, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira