Enski boltinn

Beck­ham varar Manchester United við

Aron Guðmundsson skrifar
David Beckham, eigandi Inter Miami, spilaði á sínum tíma hjá Manchester United og vann fjölda titla. 
David Beckham, eigandi Inter Miami, spilaði á sínum tíma hjá Manchester United og vann fjölda titla.  Vísir/Getty

David Beck­ham, fyrr­verandi leik­maður Manchester United, hvetur eig­endur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leik­manna­markaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykil­leik­manninn Bruno Fernandes.

Í ný­legu viðtali hjá The At­hletic ræddi Beck­ham, sem er nú eig­andi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt af­leitt tíma­bil í ensku úr­vals­deildinni en mætir Totten­ham annað kvöld í úr­slita­leik Evrópu­deildarinnar.

Beck­ham vill að eig­endur Manchester United, Ís­lands­vinurinn Sir Jim Ratclif­fe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félags­skipta­glugga með stórum fjár­hæðum.

Amorim tók við stjórnar­taumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úr­vals­deildinni en Beck­ham segir hann þurfa þolin­mæði í starfi.

Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins

„Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beck­ham í sam­tali við The At­hletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leik­menn og þá tel ég að við munum sjá önnur úr­slit.“

Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wol­ves en sá hefur verið afar öflugur  á tíma­bilinu og þá eru sögu­sagnir um að Liam Delap, sóknar­maður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tíma­bilinu í ensku úr­vals­deildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna.

En einnig er talað um að leik­menn gætu verið á förum frá félaginu. Fjár­hags­staða Manchester United er ekki sú besta og ein­hver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leik­mönnum. Miðju­maðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beck­ham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um upp­alda leik­menn Manchester United.

„Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hug­myndir um að leik­menn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “

Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×