Erlent

Ísraelsk stjórn­völd segjast ætla að hleypa hjálpar­gögnum á Gasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gasa eru rústir einar.
Gasa eru rústir einar. Vísir/EPA

Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin.

Árás Ísraela hófst í gær og voru loftárásir gerðar í alla nótt. Spítalar á Gasa segja að rúmlega hundrað séu dánir eftir árásir síðasta sólarhrings. Þar á meðal eru tugir barna. Ísraelar segjast með nýju sókninni vera að ganga á milli bols og höfuðs Hamas samtakanna og að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi. 

Talið er að fjöldi þeirra sé um 58, en að um 23 þeirra séu enn á lífi. Ísraelar hafa sætt mikilli gagnrýni undanfarnar vikur eftir að Gasa var sett í herkví en henni var ætlað að auka þrýstinginn á leiðtoga Hamas. Nú á að reyna að ráðast beint að samtökunum til að freista þess að frelsa gíslana en um leið að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×