Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2025 22:11 Grétar Br. Kristjánsson sat í stjórn Flugleiða í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár. Egill Aðalsteinsson Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp sú söguskýring, einkum gamalla Loftleiðamanna, að andstaða Sigurðar Helgasonar eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, við Cargolux hafa ráðið úrslitum um það að Flugleiðir létu frá sér hlut sinn í félagi, sem í dag er stærsta fraktflugfélag Evrópu. Sigurður Helgason var forstjóri Flugleiða frá 1974 til 1984 og síðan stjórnarformaður Flugleiða til ársins 1991.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Grétar Br. Kristjánsson, sem sjálfur kom úr Loftleiðahópnum, sat á þeim tíma í stjórn Flugleiða og var varaformaður stjórnar. Hann segir Sigurð Helgason hafa verið á móti Cargolux en sú andstaða hans skýri ekki missi hlutarins í flugfélaginu, eins og heyra má hér: „Það sem gerðist var það að Cargolux hafði keypt 747-vélar, tóku lán í Bandaríkjunum,“ segir Grétar. Lánin hafi verið á breytilegum vöxtum. „Þá gerðist það að vextir í Bandaríkjunum fóru yfir tuttugu prósent. Það hefur ekki gerst fyrr eða síðar. Og Cargolux riðaði til falls út af þessu.“ Fyrsta Boeing 747-þota Cargolux. Félagið rekur núna þrjátíu slíkar flugvélar.Cargolux Hluthafafundur í Cargolux hafi þá ákveðið að færa hlutaféð niður um 90 prósent. „Þannig að hlutur Loftleiða, sem var 33,3 prósent, fór niður í 3,3 prósent, sem er ekki neitt. Svo var sett inn aukið hlutafé. En þá börðust Flugleiðir fyrir lífi sínu, voru nærri gjaldþroti. Höfðu bara enga peninga, gátu varla haldið sér á floti. Það er ástæðan fyrir því að við misstum tökin á Cargolux. Svo seinna voru þess 3,3 prósent seld fyrir góðan pening. En að þetta hafi verið selt fyrir slikk, það er vissulega rangt.“ -En var Sigurður Helgason andsnúinn Cargolux? „Já, hann var það. Og hann meira að segja fór í samkeppni við Cargolux. Einar Ólafsson var mjög sár yfir þessu á sínum tíma,“ svarar Grétar. Í þættinum Ísland í dag segir Grétar fleiri innanbúðarsögur úr fluginu og af átökum í kringum flugfélögin: Fréttir af flugi Icelandair Ísland í dag Flugþjóðin Lúxemborg Boeing Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp sú söguskýring, einkum gamalla Loftleiðamanna, að andstaða Sigurðar Helgasonar eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, við Cargolux hafa ráðið úrslitum um það að Flugleiðir létu frá sér hlut sinn í félagi, sem í dag er stærsta fraktflugfélag Evrópu. Sigurður Helgason var forstjóri Flugleiða frá 1974 til 1984 og síðan stjórnarformaður Flugleiða til ársins 1991.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Grétar Br. Kristjánsson, sem sjálfur kom úr Loftleiðahópnum, sat á þeim tíma í stjórn Flugleiða og var varaformaður stjórnar. Hann segir Sigurð Helgason hafa verið á móti Cargolux en sú andstaða hans skýri ekki missi hlutarins í flugfélaginu, eins og heyra má hér: „Það sem gerðist var það að Cargolux hafði keypt 747-vélar, tóku lán í Bandaríkjunum,“ segir Grétar. Lánin hafi verið á breytilegum vöxtum. „Þá gerðist það að vextir í Bandaríkjunum fóru yfir tuttugu prósent. Það hefur ekki gerst fyrr eða síðar. Og Cargolux riðaði til falls út af þessu.“ Fyrsta Boeing 747-þota Cargolux. Félagið rekur núna þrjátíu slíkar flugvélar.Cargolux Hluthafafundur í Cargolux hafi þá ákveðið að færa hlutaféð niður um 90 prósent. „Þannig að hlutur Loftleiða, sem var 33,3 prósent, fór niður í 3,3 prósent, sem er ekki neitt. Svo var sett inn aukið hlutafé. En þá börðust Flugleiðir fyrir lífi sínu, voru nærri gjaldþroti. Höfðu bara enga peninga, gátu varla haldið sér á floti. Það er ástæðan fyrir því að við misstum tökin á Cargolux. Svo seinna voru þess 3,3 prósent seld fyrir góðan pening. En að þetta hafi verið selt fyrir slikk, það er vissulega rangt.“ -En var Sigurður Helgason andsnúinn Cargolux? „Já, hann var það. Og hann meira að segja fór í samkeppni við Cargolux. Einar Ólafsson var mjög sár yfir þessu á sínum tíma,“ svarar Grétar. Í þættinum Ísland í dag segir Grétar fleiri innanbúðarsögur úr fluginu og af átökum í kringum flugfélögin:
Fréttir af flugi Icelandair Ísland í dag Flugþjóðin Lúxemborg Boeing Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00
Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44