Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2025 14:22 Alfreð Elíasson og Jóhannes Einarsson í veislu eftir aðalfund Loftleiða seint á sjöunda áratugnum. Það var á þessum tíma sem Alfreð fól Jóhannesi að finna Rolls Royce-flugvélunum nýtt hlutverk. Eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands vildi Alfreð að Jóhannes yrði forstjóri Flugleiða. Úr einkasafni Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um íslensku flugnýlenduna sem tók að myndast í Lúxemborg um miðjan sjötta áratuginn eftir að Findel-flugvöllur varð miðstöð Loftleiða á meginlandi Evrópu vegna Ameríkuflugsins. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að taka þotur í notkun 1970. Og Monsarnir eru hægt og rólega teknir úr notkun. Þá var það spurningin: Hvað á að gera við þá?“ segir Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, en hann er meðal viðmælenda þáttanna. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, hafði árið 1969 falið einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, sem annaðist flotamál Loftleiða, að finna flugvélunum nýtt hlutverk. Rolls Royce 400 var opinbera heiti Loftleiða á Canadair CL-44 flugvélunum.Icelandair Á sama tíma var samgönguráðherra Lúxemborgar að leita leiða til að efla Findel-flugvöll. Sænskur skipakóngur, Christer Salen, hafði um líkt leyti viðrað hugmynd við Loftleiðamenn um fraktflugfélag en CL44-vélarnar höfðu upphaflega verið smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Jóhannes Einarsson lagði til að efnt yrði til þríhliða viðræðna. Þær leiddu til stofnunar Cargolux þann 4. mars árið 1970. Flugrekstrarleyfi fékkst 10. maí árið 1970 og fyrsta flugið undir merki Cargolux var farið daginn eftir. Kassarnir þrír í merki Cargolux tákna þessar þrjár upphaflegu stoðir félagsins. Flugvélarnar voru upphaflega smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Loftleiðavélin Þorvaldur Eiríksson, TF-LLJ, var fyrsta flugvél Cargolux.Cargolux Fyrstu flugvélina, gömlu Loftleiðavélina TF-LLJ, leigði Cargolux en félagið tók síðar yfir allar CL 44-vélar Loftleiða. Flugrekstrarskírteinið fékk Cargolux 10. maí árið 1970 og var fyrsta flugið undir merki Cargolux farið daginn eftir. Samningurinn um fimmtu flugvél Cargolux varð sögulegur því hún hafði skömmu áður brotlent á Kennedyflugvelli í New York í síðasta farþegafluginu fyrir Loftleiðir. Skiptar skoðanir voru innan Loftleiða um hvort ætti að rífa flugvélina en Jóhannes fékk því framgengt að hún yrði gerð upp. Hann samdi svo um flugvélina við Christer Salen á næturklúbbi í Lúxemborg og var samningurinn skrifaður á borðdúk í veitingasalnum. Loftleiðavélin Bjarni Herjólfsson á maganum á Kennedy-flugvelli vorið 1970. Hún var gerð upp og fór til Cargolux.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Ég vil segja að Jóhannes Einarsson er faðir Cargolux. Það er honum að þakka allt þetta sem er búið að gera enn þann dag í dag,“ segir Agnar Sigurvinsson, sem flutti ásamt fjölskyldu til Lúxemborgar árið 1966 til að vinna sem flugvirki hjá Loftleiðum. Agnar starfaði síðar sem flugvélstjóri á Boeing 747-þotum Cargolux. Hér má sjá tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Þetta var fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Seinni þátturinn verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Ítarlegt viðtal var við Jóhannes Einarsson á Stöð 2 árið 2017, sem sjá má hér: Flugþjóðin Lúxemborg Icelandair Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um íslensku flugnýlenduna sem tók að myndast í Lúxemborg um miðjan sjötta áratuginn eftir að Findel-flugvöllur varð miðstöð Loftleiða á meginlandi Evrópu vegna Ameríkuflugsins. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að taka þotur í notkun 1970. Og Monsarnir eru hægt og rólega teknir úr notkun. Þá var það spurningin: Hvað á að gera við þá?“ segir Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, en hann er meðal viðmælenda þáttanna. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, hafði árið 1969 falið einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, sem annaðist flotamál Loftleiða, að finna flugvélunum nýtt hlutverk. Rolls Royce 400 var opinbera heiti Loftleiða á Canadair CL-44 flugvélunum.Icelandair Á sama tíma var samgönguráðherra Lúxemborgar að leita leiða til að efla Findel-flugvöll. Sænskur skipakóngur, Christer Salen, hafði um líkt leyti viðrað hugmynd við Loftleiðamenn um fraktflugfélag en CL44-vélarnar höfðu upphaflega verið smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Jóhannes Einarsson lagði til að efnt yrði til þríhliða viðræðna. Þær leiddu til stofnunar Cargolux þann 4. mars árið 1970. Flugrekstrarleyfi fékkst 10. maí árið 1970 og fyrsta flugið undir merki Cargolux var farið daginn eftir. Kassarnir þrír í merki Cargolux tákna þessar þrjár upphaflegu stoðir félagsins. Flugvélarnar voru upphaflega smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Loftleiðavélin Þorvaldur Eiríksson, TF-LLJ, var fyrsta flugvél Cargolux.Cargolux Fyrstu flugvélina, gömlu Loftleiðavélina TF-LLJ, leigði Cargolux en félagið tók síðar yfir allar CL 44-vélar Loftleiða. Flugrekstrarskírteinið fékk Cargolux 10. maí árið 1970 og var fyrsta flugið undir merki Cargolux farið daginn eftir. Samningurinn um fimmtu flugvél Cargolux varð sögulegur því hún hafði skömmu áður brotlent á Kennedyflugvelli í New York í síðasta farþegafluginu fyrir Loftleiðir. Skiptar skoðanir voru innan Loftleiða um hvort ætti að rífa flugvélina en Jóhannes fékk því framgengt að hún yrði gerð upp. Hann samdi svo um flugvélina við Christer Salen á næturklúbbi í Lúxemborg og var samningurinn skrifaður á borðdúk í veitingasalnum. Loftleiðavélin Bjarni Herjólfsson á maganum á Kennedy-flugvelli vorið 1970. Hún var gerð upp og fór til Cargolux.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Ég vil segja að Jóhannes Einarsson er faðir Cargolux. Það er honum að þakka allt þetta sem er búið að gera enn þann dag í dag,“ segir Agnar Sigurvinsson, sem flutti ásamt fjölskyldu til Lúxemborgar árið 1966 til að vinna sem flugvirki hjá Loftleiðum. Agnar starfaði síðar sem flugvélstjóri á Boeing 747-þotum Cargolux. Hér má sjá tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Þetta var fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Seinni þátturinn verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Ítarlegt viðtal var við Jóhannes Einarsson á Stöð 2 árið 2017, sem sjá má hér:
Flugþjóðin Lúxemborg Icelandair Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09