Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 10:05 Teiknuð mynd af Cassie Ventura í dómsal í New York í gær. Myndavélar eru bannaðar í salnum. AP/Elizabeth Williams Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. Partí þessi stóðu yfir í marga daga, samkvæmt Cassie, og mátti þar finna mikið af fíkniefnum. Diddy, eins og hann er þekktur, tók þessi partí upp og leikstýrði þeim af mikilli nákvæmni. Lengsta partíið stóð yfir í fjóra daga. Hún sagði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, að Diddy hefði notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara í málinu gegn honum, sagði að Diddy hefði látið hana hafa mök við vændiskarla á meðan hann horfði á og þetta hafi staðið yfir í nokkra daga í senn, í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og víðar yfir áralangt samband þeirra. Þetta hófst þegar hún var 22 ára gömul og sagði Cassie í gær að partí þessi hefðu farið fram um það bil vikulega. Í hverju partí hafi verið notast við um tíu stórar flöskur af barnaolíu, vegna þess að Diddy, sem er sautján árum eldri en hún, hafi viljað að hún glansaði. Cassie segir þessi partí hafa orðið að fullri vinnu. Sean „Diddy“ Combs og Teny Geragos, lögmaður hans, í dómsal í gær.AP/Elizabeth Williams Hún sagði fíkniefnum hafa verið dælt í hana á þessu tímabili. Hún hafi fengið GHB, ketamín, sveppi og ecstasy og þar að auki var henni gefið kókaín til að halda henni vakandi, þar sem Diddy leyfði henni ekki að sofa. Stundum hafi hann látið hana hafa mök við fleiri en einn í einu og hann hafi stýrt athöfnunum eftir eigin höfði. „Þetta voru hans draumórar,“ sagði Cassie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist bara hafa verið hlutur í augum Diddy. Seinna meir hafi Diddy kúgað hana með myndböndum og myndum sem hann átti frá þessum partíum. Hún sagði hann einnig hafa spilað þessi myndbönd þegar þau höfðu samfarar. Saksóknari sem ræddi við Cassie í dómsal lagði mikla áherslu á að spyrja hana hver hefði tekið ákvarðanir vegna þessara partía. Hún sagði Diddy alltaf hafa gert það. Gekk í skrokk á henni á hóteli Forsvarsmenn nokkurra fjölmiðla vestanhafs hafa farið fram á við dómara málsins að nokkrum blaðamönnum verði leyft að horfa á hluta af þessum myndböndum sem Diddy tók af kynlífspartíum þessu, svo þeir geti skrifað um þau. Dómarinn hefur þó hafnað því í bili en ætlar að taka beiðnina aftur fyrir í dag. Eitt þeirra myndbanda sem sýnt var í dómsal í gær var myndband frá 2016, sem sýndi Diddy ráðast á Cassie á hóteli í Los Angeles árið 2016. Cassie sagði í dómsal í gær að þarna hafi hún reynt að yfirgefa svall á hótelinu og Diddy hafi brugðist reiður við. Í dómsal í gær sagði Cassie frá því að Diddy hafi reglulega beitt hana ofbeldi við minnsta tilefni. Það hafi gerst ef hann teldi hana ekki brosa nægilega mikið til hans eða þótt hegðun hennar óviðeigandi af einhverri ástæðu. „Maður gerir rangan svip og það næsta sem ég vissi var að ég var barin í andlitið.“ Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Partí þessi stóðu yfir í marga daga, samkvæmt Cassie, og mátti þar finna mikið af fíkniefnum. Diddy, eins og hann er þekktur, tók þessi partí upp og leikstýrði þeim af mikilli nákvæmni. Lengsta partíið stóð yfir í fjóra daga. Hún sagði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, að Diddy hefði notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara í málinu gegn honum, sagði að Diddy hefði látið hana hafa mök við vændiskarla á meðan hann horfði á og þetta hafi staðið yfir í nokkra daga í senn, í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og víðar yfir áralangt samband þeirra. Þetta hófst þegar hún var 22 ára gömul og sagði Cassie í gær að partí þessi hefðu farið fram um það bil vikulega. Í hverju partí hafi verið notast við um tíu stórar flöskur af barnaolíu, vegna þess að Diddy, sem er sautján árum eldri en hún, hafi viljað að hún glansaði. Cassie segir þessi partí hafa orðið að fullri vinnu. Sean „Diddy“ Combs og Teny Geragos, lögmaður hans, í dómsal í gær.AP/Elizabeth Williams Hún sagði fíkniefnum hafa verið dælt í hana á þessu tímabili. Hún hafi fengið GHB, ketamín, sveppi og ecstasy og þar að auki var henni gefið kókaín til að halda henni vakandi, þar sem Diddy leyfði henni ekki að sofa. Stundum hafi hann látið hana hafa mök við fleiri en einn í einu og hann hafi stýrt athöfnunum eftir eigin höfði. „Þetta voru hans draumórar,“ sagði Cassie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist bara hafa verið hlutur í augum Diddy. Seinna meir hafi Diddy kúgað hana með myndböndum og myndum sem hann átti frá þessum partíum. Hún sagði hann einnig hafa spilað þessi myndbönd þegar þau höfðu samfarar. Saksóknari sem ræddi við Cassie í dómsal lagði mikla áherslu á að spyrja hana hver hefði tekið ákvarðanir vegna þessara partía. Hún sagði Diddy alltaf hafa gert það. Gekk í skrokk á henni á hóteli Forsvarsmenn nokkurra fjölmiðla vestanhafs hafa farið fram á við dómara málsins að nokkrum blaðamönnum verði leyft að horfa á hluta af þessum myndböndum sem Diddy tók af kynlífspartíum þessu, svo þeir geti skrifað um þau. Dómarinn hefur þó hafnað því í bili en ætlar að taka beiðnina aftur fyrir í dag. Eitt þeirra myndbanda sem sýnt var í dómsal í gær var myndband frá 2016, sem sýndi Diddy ráðast á Cassie á hóteli í Los Angeles árið 2016. Cassie sagði í dómsal í gær að þarna hafi hún reynt að yfirgefa svall á hótelinu og Diddy hafi brugðist reiður við. Í dómsal í gær sagði Cassie frá því að Diddy hafi reglulega beitt hana ofbeldi við minnsta tilefni. Það hafi gerst ef hann teldi hana ekki brosa nægilega mikið til hans eða þótt hegðun hennar óviðeigandi af einhverri ástæðu. „Maður gerir rangan svip og það næsta sem ég vissi var að ég var barin í andlitið.“
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira