Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 17:30 Jóhann Páll Jóhannsson orkumálaráðherra á óformlegum fundi orkumálaráðherra Evrópuríkja. Stjórnarráðið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sækir óformlegan fund orkumálaráðherra Evrópusambandsríkja og EFTA-ríkja í Varsjá í Póllandi. Hann segir stuðning við orkuöryggi í Úkraínu vera fjárfesting í framtíð frjálslynds lýðræðis. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að enduruppbygging orkuinnviða í Úkraínu og Moldóvu hafi verið meðal umræðuefna á fundinum og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi vakið athygli á hvernig jarðhiti geti nýst í þeim efnum. „Ísland stendur með Úkraínu. Stuðningur við orkuöryggi Úkraínu í dag varðar veginn að bættu öryggi evrópska orkukerfisins í heild næstu áratugi. Þetta er ekki aðeins fjárfesting í orkuinnviðum heldur líka fjárfesting í fyrirkomulagi frjálslynds lýðræðis og sameiginlegum gildum okkar,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Hann benti á að Ísland býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, meðal annars hvernig nýta megi lághitasvæði sem eindreginn vilji sé til að deila með Úkraínu og Moldóvu. „Þegar hætta stafar að raforkukerfum er hagkvæmt að hafa kerfi sem eru óháð hvert öðru. Þetta getur til dæmis átt við um nýtingu jarðhita til fjarhitunar. Þar eru tækifæri sem Evrópa og heimurinn allur getur nýtt sér, meðal annars með aukinni nýtingu jarðhita og breyttu verklagi varðandi hitun og kælingu. Þetta á sérstaklega við varðandi hitaveitur,“ segir Jóhann Páll. Fram kemur að stuðningur við orkumál hafi verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Auk stuðnings í gegnum Alþjóðabankann hafi framlög verið veitt til sérstaks orkusjóðs fyrir Úkraínu og verkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um styrkingu á orkuinnviðum í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Úkraína Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að enduruppbygging orkuinnviða í Úkraínu og Moldóvu hafi verið meðal umræðuefna á fundinum og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi vakið athygli á hvernig jarðhiti geti nýst í þeim efnum. „Ísland stendur með Úkraínu. Stuðningur við orkuöryggi Úkraínu í dag varðar veginn að bættu öryggi evrópska orkukerfisins í heild næstu áratugi. Þetta er ekki aðeins fjárfesting í orkuinnviðum heldur líka fjárfesting í fyrirkomulagi frjálslynds lýðræðis og sameiginlegum gildum okkar,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Hann benti á að Ísland býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, meðal annars hvernig nýta megi lághitasvæði sem eindreginn vilji sé til að deila með Úkraínu og Moldóvu. „Þegar hætta stafar að raforkukerfum er hagkvæmt að hafa kerfi sem eru óháð hvert öðru. Þetta getur til dæmis átt við um nýtingu jarðhita til fjarhitunar. Þar eru tækifæri sem Evrópa og heimurinn allur getur nýtt sér, meðal annars með aukinni nýtingu jarðhita og breyttu verklagi varðandi hitun og kælingu. Þetta á sérstaklega við varðandi hitaveitur,“ segir Jóhann Páll. Fram kemur að stuðningur við orkumál hafi verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Auk stuðnings í gegnum Alþjóðabankann hafi framlög verið veitt til sérstaks orkusjóðs fyrir Úkraínu og verkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um styrkingu á orkuinnviðum í landinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Úkraína Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira