Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2025 23:15 Þungt hugsi. vísir/Getty Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, segir leikmenn sína eiga við hugræn vandamál að stríða. Þjálfarinn segir að honum sé sama um úrslitaleik Evrópudeildarinnar, að komast í Meistaradeild Evrópu skipti engu máli takist félaginu ekki að lagfæra kúltúrinn hjá félaginu. Amorim var ráðinn þjálfari Man United í nóvember eftir að Erik ten Hag var látinn fara eftir skelfilega byrjun. Portúgalinn var ekki æstur í að taka við Man Utd á þessum tímapunkti og vildi helst bíða fram á sumar. Það var hins vegar ekki í boði og færði hann sig frá Lissabon til Manchester. Hann virðist sjá eftir þeirri ákvörðun í dag. Í viðtali eftir enn einn tapleikinn – nú gegn West Ham United á heimavelli – um liðna helgi ræddi hann við fjölmiðla. Hann sagðist ekki vilja tala um leikmenn heldur sjálfan sig og þann kúltúr sem er við lýði hjá félaginu. „Kúltúrinn í liðinu, ég er þeirrar skoðunar að við verðum að breyta honum. Við verðum að vera hugrakkir og virkilega sterkir í sumar. Af því við munum ekki eiga annað svona tímabil.“ „Ef við byrjum svona og ef tilfinningin er sú sama ættum við að gefa öðrum manneskjum plássið,“ sagði þjálfarinn og átti þar við sjálfan sig og þjálfarateymi sitt. Man United og Tottenham Hotspur sitja í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau mætast hins vegar í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þann 21. maí næstkomandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Amorim er ekki svo viss að það sé endilega jákvætt. „Ég er ekki svo stressaður fyrir úrslitaleiknum. Leikmennirnir verða einbeittir en ég veit ekki hvað er best fyrir okkur, hvort það sé að spila í Meistaradeild Evrópu eður ei.“ Man United mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þann 16. maí og svo Aston Villa í lokaleik tímabilsins. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Þjálfarinn segir að honum sé sama um úrslitaleik Evrópudeildarinnar, að komast í Meistaradeild Evrópu skipti engu máli takist félaginu ekki að lagfæra kúltúrinn hjá félaginu. Amorim var ráðinn þjálfari Man United í nóvember eftir að Erik ten Hag var látinn fara eftir skelfilega byrjun. Portúgalinn var ekki æstur í að taka við Man Utd á þessum tímapunkti og vildi helst bíða fram á sumar. Það var hins vegar ekki í boði og færði hann sig frá Lissabon til Manchester. Hann virðist sjá eftir þeirri ákvörðun í dag. Í viðtali eftir enn einn tapleikinn – nú gegn West Ham United á heimavelli – um liðna helgi ræddi hann við fjölmiðla. Hann sagðist ekki vilja tala um leikmenn heldur sjálfan sig og þann kúltúr sem er við lýði hjá félaginu. „Kúltúrinn í liðinu, ég er þeirrar skoðunar að við verðum að breyta honum. Við verðum að vera hugrakkir og virkilega sterkir í sumar. Af því við munum ekki eiga annað svona tímabil.“ „Ef við byrjum svona og ef tilfinningin er sú sama ættum við að gefa öðrum manneskjum plássið,“ sagði þjálfarinn og átti þar við sjálfan sig og þjálfarateymi sitt. Man United og Tottenham Hotspur sitja í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau mætast hins vegar í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þann 21. maí næstkomandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Amorim er ekki svo viss að það sé endilega jákvætt. „Ég er ekki svo stressaður fyrir úrslitaleiknum. Leikmennirnir verða einbeittir en ég veit ekki hvað er best fyrir okkur, hvort það sé að spila í Meistaradeild Evrópu eður ei.“ Man United mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þann 16. maí og svo Aston Villa í lokaleik tímabilsins.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira