Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 16:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson. Vísir/Anton Brink Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Erlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Erlent Fleiri fréttir Áframhaldandi landris í Svartsengi Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Ók á húsvegg Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Slá færri svæði í nafni sjálfbærni „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Steinþór sýknaður í Hæstarétti Ósk um að heita Óskir hafnað Einar horfir til hægri Harmar ákvörðun Guðmundar Enn þrefað á þingi og árásir ganga á víxl í miðausturlöndum Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Leituðu Sigríðar í Elliðaárdal Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Erlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Erlent Fleiri fréttir Áframhaldandi landris í Svartsengi Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Ók á húsvegg Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Slá færri svæði í nafni sjálfbærni „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Steinþór sýknaður í Hæstarétti Ósk um að heita Óskir hafnað Einar horfir til hægri Harmar ákvörðun Guðmundar Enn þrefað á þingi og árásir ganga á víxl í miðausturlöndum Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Leituðu Sigríðar í Elliðaárdal Sjá meira
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01
Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44