Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 16:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson. Vísir/Anton Brink Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01
Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44