Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2025 22:11 Boeing 767-breiðþota Icelandair að lenda í Keflavík. Vilhelm Gunnarsson Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um flotamál Icelandair en Boeing 767-breiðþoturnar eru stærstu þotur félagsins, taka 262 farþega, og með tveimur farrýmisgöngum um borð. Úr farþegarými Boeing 767-þotu Icelandair. Sjö sæti eru í hverri sætaröð og tveir gangvegir.KMU Þær hafa verið í rekstri Icelandair frá árinu 2015. Þrjár slíkar eru í flotanum en núna hefur stjórn félagsins ákveðið að reka eingöngu mjóar þotur með einum miðjugangi í farrými. „Það er samkeppnisforskotið okkar, að við getum flogið lengra í vestur og lengra í austur á þessum hagkvæmu mjóþotum heldur en samkeppnisaðilar á öðrum tengiflugvöllum hérna í kringum okkur. Það verður svona kjarninn í okkar starfsemi til framtíðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Niðurstaðan er að hætta breiðþoturekstri. Við reiknum með að sumarið ’29 verði síðasta árið sem við verðum með 767-þoturnar í rekstri.“ Þessi ákvörðun gildir þó aðeins um farþegaflugið en félagið hefur einnig nýtt 767-þotur í fraktflugi. Boeing 767-fraktþota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Við erum með eina 767-breiðþotu fraktvél núna í fraktinni. Þannig að það er annað flotaverkefni hvernig fraktflotinn okkar verður til framtíðar.“ Stærsta spurningin er þó hvort að Icelandair muni í framhaldi af kaupum á Airbus A321-þotunum stefna að því að vera eingöngu með Airbus-flota eða hvort Boeing 737 MAX-þoturnar verði áfram reknar samhliða. Boeing 737 max 9-þota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Báðir kostir líta ágætlega út. Það er einföldun í því að vera með sömu tegund, sama framleiðanda. En á sama tíma þá er MAX-vélin frábær vél fyrir okkar leiðakerfi og er að standa sig mjög vel. Og það getur alveg komið til greina að vera með hana svona sem kjarnavél á styttri áfangastaði, til Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna, og vera svo með Airbus LR og XLR á lengri staði í Norður-Ameríku og svo jafnvel lengra í austur. Þannig að þessir tveir möguleikar koma báðir mjög sterklega til greina. Og núna er framundan greiningarvinna og síðan ákvörðun hvað þetta varðar,“ segir forstjóri Icelandair. Fyrsta Airbus-þota Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli. Nýju Airbus A321 LR-þotur félagsins hafa álíka flugþol og Boeing 767-þotur félagsins.Matthías Sveinbjörnsson Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00 Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um flotamál Icelandair en Boeing 767-breiðþoturnar eru stærstu þotur félagsins, taka 262 farþega, og með tveimur farrýmisgöngum um borð. Úr farþegarými Boeing 767-þotu Icelandair. Sjö sæti eru í hverri sætaröð og tveir gangvegir.KMU Þær hafa verið í rekstri Icelandair frá árinu 2015. Þrjár slíkar eru í flotanum en núna hefur stjórn félagsins ákveðið að reka eingöngu mjóar þotur með einum miðjugangi í farrými. „Það er samkeppnisforskotið okkar, að við getum flogið lengra í vestur og lengra í austur á þessum hagkvæmu mjóþotum heldur en samkeppnisaðilar á öðrum tengiflugvöllum hérna í kringum okkur. Það verður svona kjarninn í okkar starfsemi til framtíðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Niðurstaðan er að hætta breiðþoturekstri. Við reiknum með að sumarið ’29 verði síðasta árið sem við verðum með 767-þoturnar í rekstri.“ Þessi ákvörðun gildir þó aðeins um farþegaflugið en félagið hefur einnig nýtt 767-þotur í fraktflugi. Boeing 767-fraktþota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Við erum með eina 767-breiðþotu fraktvél núna í fraktinni. Þannig að það er annað flotaverkefni hvernig fraktflotinn okkar verður til framtíðar.“ Stærsta spurningin er þó hvort að Icelandair muni í framhaldi af kaupum á Airbus A321-þotunum stefna að því að vera eingöngu með Airbus-flota eða hvort Boeing 737 MAX-þoturnar verði áfram reknar samhliða. Boeing 737 max 9-þota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Báðir kostir líta ágætlega út. Það er einföldun í því að vera með sömu tegund, sama framleiðanda. En á sama tíma þá er MAX-vélin frábær vél fyrir okkar leiðakerfi og er að standa sig mjög vel. Og það getur alveg komið til greina að vera með hana svona sem kjarnavél á styttri áfangastaði, til Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna, og vera svo með Airbus LR og XLR á lengri staði í Norður-Ameríku og svo jafnvel lengra í austur. Þannig að þessir tveir möguleikar koma báðir mjög sterklega til greina. Og núna er framundan greiningarvinna og síðan ákvörðun hvað þetta varðar,“ segir forstjóri Icelandair. Fyrsta Airbus-þota Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli. Nýju Airbus A321 LR-þotur félagsins hafa álíka flugþol og Boeing 767-þotur félagsins.Matthías Sveinbjörnsson
Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00 Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00
Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00
Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00