Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 10:10 Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Sérstakur saksóknari gerði verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna í tengslum við tiltekið sakamál. Fram kemur í samningnum að PPP eigi að ljúka rannsókn sem eigendurnir höfðu áður sinnt sem starfsmenn hjá saksóknara. Morgunblaðið hefur samninginn undir höndum og fram kemur í umfjöllun þess að hann hafi verið undirritaður af Ólafi Þ. Haukssyni sérstökum saksóknara og Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Jóni Óttari Ólafssyni, eigendum og stofnendum PPP sf. Þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara og í desember 2011 störfuðu þeir bæði fyrir embættið og PPP sem þeir höfðu þá nýstofnað. Blaðið kveðst einnig hafa skýrslutöku lögreglu af Ólafi Þ. Haukssyni undir höndum þar sem fram kemur að hann hafi verið vel meðvitaður um stofnun PPP og markmið fyrirtækisins. Líkt og Vísir hefur fjallað um höfðu þeir Jón Óttar og Guðmundur Haukur nýlega látið af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þar sem þeir gegndu áþekkum störfum þeim sem þeir hófu að sinna undir nafni PPP. Ólafur Þ. Hauksson kærði Guðmund Hauk og Jón Óttar árið 2012 fyrir að hafa rofið þagnarskyldu en embætti ríkissaksóknara felldi kæruna síðar niður. Fram kom í gær að lögreglunni á Suðurlandi hafði verið falin rannsókn á mögulegum brotum PPP á persónuverndarlögum í tengslum við njósnastarfsemi og gagnaþjófnað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt málið grafalvarlegt og raunar svik við almenning. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt að hann telji ástæðu til að bæði Ólafur Þór Hauksson og Sigríður Friðjónsdóttir stígi til hliðar meðan rannsókn fer fram. Ólafur Þór telur hins vegar ekki ástæðu til þess. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. 9. maí 2025 11:36 „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. 8. maí 2025 22:45 Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Fram kemur í samningnum að PPP eigi að ljúka rannsókn sem eigendurnir höfðu áður sinnt sem starfsmenn hjá saksóknara. Morgunblaðið hefur samninginn undir höndum og fram kemur í umfjöllun þess að hann hafi verið undirritaður af Ólafi Þ. Haukssyni sérstökum saksóknara og Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Jóni Óttari Ólafssyni, eigendum og stofnendum PPP sf. Þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara og í desember 2011 störfuðu þeir bæði fyrir embættið og PPP sem þeir höfðu þá nýstofnað. Blaðið kveðst einnig hafa skýrslutöku lögreglu af Ólafi Þ. Haukssyni undir höndum þar sem fram kemur að hann hafi verið vel meðvitaður um stofnun PPP og markmið fyrirtækisins. Líkt og Vísir hefur fjallað um höfðu þeir Jón Óttar og Guðmundur Haukur nýlega látið af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þar sem þeir gegndu áþekkum störfum þeim sem þeir hófu að sinna undir nafni PPP. Ólafur Þ. Hauksson kærði Guðmund Hauk og Jón Óttar árið 2012 fyrir að hafa rofið þagnarskyldu en embætti ríkissaksóknara felldi kæruna síðar niður. Fram kom í gær að lögreglunni á Suðurlandi hafði verið falin rannsókn á mögulegum brotum PPP á persónuverndarlögum í tengslum við njósnastarfsemi og gagnaþjófnað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt málið grafalvarlegt og raunar svik við almenning. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt að hann telji ástæðu til að bæði Ólafur Þór Hauksson og Sigríður Friðjónsdóttir stígi til hliðar meðan rannsókn fer fram. Ólafur Þór telur hins vegar ekki ástæðu til þess.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. 9. maí 2025 11:36 „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. 8. maí 2025 22:45 Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. 9. maí 2025 11:36
„Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. 8. maí 2025 22:45
Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23