Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 11:03 Þorbjörg Sigríður segir afstöðu sína til málsins skýra. Vísir/Anton Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara hefðu verið í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, hefði reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn að Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um málið í opnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Hvað henni þætti um það og hvort hún teldi málið benda til þess að réttaröryggi, persónuvernd og traust til lögreglu væru í hættu. Lítur málið alvarlegum augum Þorbjörg Sigríður þakkaði Ingibjörgu fyrir fyrirspurnina en sagðist þegar hafa svarað henni. Hún vildi þó gjarnan vilja endurtaka svarið. „Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum. Ég lít á þetta sem svik þeirra sem að þessu máli stóðu. Svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við samstarfsfólk, sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning.“ Málið liggi ekki ljóst fyrir en það sé þó nægilega upplýst til þess að unnt sé að fullyrða þetta Verkefni ráðherra að tryggja upplýsingaöryggi Þorbjörg Sigríður segir að verkefni hennar sem dómsmálaráðherra sé fyrst og fremst að vera með hugann við það alla daga að tryggja öryggi fólksins í landinu. „Það varðar líka að við tryggjum öryggi upplýsinga um fólk og mitt verkefni er að verja og tryggja traust almennings til réttarkerfisins. Það sorglega við svona mál er að þegar eitthvað af þessum toga kemur upp, þá er það allt kerfið sem tekur reikninginn. Ég veit og átta mig á því að það verður mitt verkefni, meðal annarra, að svara fyrir þetta.“ Málið til skoðunar hjá nefndinni og Ríkissaksóknara Hún segir að það sem blasi við henni sé að gögn hafi komist í hendur manna sem ekki hafi átt að hafa þau í höndum og að þau hafi verið hagnýtt með einhverjum hætti. „Til viðbótar vil ég árétta að málið er til skoðunar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og það er til skoðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Það eru þær stofnanir sem fara með málið sem stendur en afstaða mín er algerlega skýr um alvarleika málsins.“ Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Tengdar fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina: „Komið gott“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara hefðu verið í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, hefði reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn að Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um málið í opnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Hvað henni þætti um það og hvort hún teldi málið benda til þess að réttaröryggi, persónuvernd og traust til lögreglu væru í hættu. Lítur málið alvarlegum augum Þorbjörg Sigríður þakkaði Ingibjörgu fyrir fyrirspurnina en sagðist þegar hafa svarað henni. Hún vildi þó gjarnan vilja endurtaka svarið. „Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum. Ég lít á þetta sem svik þeirra sem að þessu máli stóðu. Svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við samstarfsfólk, sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning.“ Málið liggi ekki ljóst fyrir en það sé þó nægilega upplýst til þess að unnt sé að fullyrða þetta Verkefni ráðherra að tryggja upplýsingaöryggi Þorbjörg Sigríður segir að verkefni hennar sem dómsmálaráðherra sé fyrst og fremst að vera með hugann við það alla daga að tryggja öryggi fólksins í landinu. „Það varðar líka að við tryggjum öryggi upplýsinga um fólk og mitt verkefni er að verja og tryggja traust almennings til réttarkerfisins. Það sorglega við svona mál er að þegar eitthvað af þessum toga kemur upp, þá er það allt kerfið sem tekur reikninginn. Ég veit og átta mig á því að það verður mitt verkefni, meðal annarra, að svara fyrir þetta.“ Málið til skoðunar hjá nefndinni og Ríkissaksóknara Hún segir að það sem blasi við henni sé að gögn hafi komist í hendur manna sem ekki hafi átt að hafa þau í höndum og að þau hafi verið hagnýtt með einhverjum hætti. „Til viðbótar vil ég árétta að málið er til skoðunar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og það er til skoðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Það eru þær stofnanir sem fara með málið sem stendur en afstaða mín er algerlega skýr um alvarleika málsins.“
Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Tengdar fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina: „Komið gott“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02