Barcelona með níu fingur á titlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 13:48 Börsungar fagna. EPA-EFE/Alberto Estevez Barcelona vann magnaðan 4-3 sigur á Real Madríd eftir að lenda 0-2 undir þegar liðin mættust í La Liga, efstu deild spænska fótboltans. Með sigrinum eru Börsungar komnir með níu fingur á Spánarmeistaratitilinn sem Real vann á síðustu leiktíð. Fyrir leik var ljóst að gestirnir frá Madríd þyrftu að vinna til að eygja möguleika á að verja titil sinn. Barcelona hafði einnig haft betur í framlengdum leik þegar liðin mættust í úrslitum spænsku bikarkeppninnar sem og Börsungar unnu fyrri deildarleik liðanna 4-0. Það var því úr nægu að velja til að hvetja Madríd til dáða og byrjaði liðið frábærlega. Kylian Mbappé kom Real yfir úr vítaspyrnu strax á 5. mínútu. Rétt rúmum tíu mínútum síðar tvöfaldaði Mbappé forystuna eftir undirbúning Vinícius Júnior og gestirnir í sjöunda himni. Sú gleði entist þó ekki lengi og minnkaði heimaliðið muninn aðeins fimm mínútum síðar. Kominn með 27 deildarmörk.EPA-EFE/Siu Wu Eric Garcia skoraði þá eftir sendingu Ferrán Torres en sá síðarnefndi átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Torres lagði einnig upp jöfnunarmark Börsunga sem hinn gríðarlega efnilegi Lamine Yamal skoraði á 32. mínútu. Það mark sló gestina rækilega út af laginu og á 34. mínútu hafði Raphinha komið Barcelona í 3-2 eftir undirbúning frá Pedri. Raphinha bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Börsunga á lokamínútu fyrri hálfleiks. Aftur var það Torres sem lagði upp. Raphinha hefur verið magnaður.EPA-EFE/Siu Wu Mbappé fullkomnaði þrennu sína þegar 20 mínútur lifðu leiks en nær komust gestirnir ekki og Barcelona vann frækinn 4-3 sigur. Raunar skoruðu heimamenn fimmta markið í uppbótartíma en markið var dæmt af þar sem leikmaður Börsunga handlék knöttinn í aðdragandanum. FULL TIME!!!! 🌵🌵🌵🌵#ElClásico pic.twitter.com/WXks2YU370— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 11, 2025 Sigurinn fer langleiðina með að tryggja Barcelona spænska meistaratitilinn enda munurinn á liðunum nú sjö stig þegar aðeins níu eru eftir í pottinum. Spænski boltinn Fótbolti
Barcelona vann magnaðan 4-3 sigur á Real Madríd eftir að lenda 0-2 undir þegar liðin mættust í La Liga, efstu deild spænska fótboltans. Með sigrinum eru Börsungar komnir með níu fingur á Spánarmeistaratitilinn sem Real vann á síðustu leiktíð. Fyrir leik var ljóst að gestirnir frá Madríd þyrftu að vinna til að eygja möguleika á að verja titil sinn. Barcelona hafði einnig haft betur í framlengdum leik þegar liðin mættust í úrslitum spænsku bikarkeppninnar sem og Börsungar unnu fyrri deildarleik liðanna 4-0. Það var því úr nægu að velja til að hvetja Madríd til dáða og byrjaði liðið frábærlega. Kylian Mbappé kom Real yfir úr vítaspyrnu strax á 5. mínútu. Rétt rúmum tíu mínútum síðar tvöfaldaði Mbappé forystuna eftir undirbúning Vinícius Júnior og gestirnir í sjöunda himni. Sú gleði entist þó ekki lengi og minnkaði heimaliðið muninn aðeins fimm mínútum síðar. Kominn með 27 deildarmörk.EPA-EFE/Siu Wu Eric Garcia skoraði þá eftir sendingu Ferrán Torres en sá síðarnefndi átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Torres lagði einnig upp jöfnunarmark Börsunga sem hinn gríðarlega efnilegi Lamine Yamal skoraði á 32. mínútu. Það mark sló gestina rækilega út af laginu og á 34. mínútu hafði Raphinha komið Barcelona í 3-2 eftir undirbúning frá Pedri. Raphinha bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Börsunga á lokamínútu fyrri hálfleiks. Aftur var það Torres sem lagði upp. Raphinha hefur verið magnaður.EPA-EFE/Siu Wu Mbappé fullkomnaði þrennu sína þegar 20 mínútur lifðu leiks en nær komust gestirnir ekki og Barcelona vann frækinn 4-3 sigur. Raunar skoruðu heimamenn fimmta markið í uppbótartíma en markið var dæmt af þar sem leikmaður Börsunga handlék knöttinn í aðdragandanum. FULL TIME!!!! 🌵🌵🌵🌵#ElClásico pic.twitter.com/WXks2YU370— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 11, 2025 Sigurinn fer langleiðina með að tryggja Barcelona spænska meistaratitilinn enda munurinn á liðunum nú sjö stig þegar aðeins níu eru eftir í pottinum.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn