Erlent

Margrét Þór­hildur lögð inn á sjúkra­hús

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Þórhildur Danadrottning í Ryvangen í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum þegar þess var minnst að áttatíu ár voru liðin frá frelsun Danmerkur í seinni heimstyrjöldinni.
Margrét Þórhildur Danadrottning í Ryvangen í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum þegar þess var minnst að áttatíu ár voru liðin frá frelsun Danmerkur í seinni heimstyrjöldinni. EPA

Margrét Þórhildur II Danadrottning hefur verið lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn.

Frá þessu greinir danska konungshöllin á heimasíðu sinni í dag.

Þar segir að hún hafi fengið kvef og að til öryggis hafi verið tekin ákvörðun um að leggja hana inn á sjúkrahús vegna eftirlits.

Hin 85 ára Margrét Þórhildur afsalaði sér krúnunni í ársbyrjun 2024 og varð Friðrik sonur hennar þá konungur. Margrét Þórhildur hafði þá setið á drottningarstóli síðan 1972.


Tengdar fréttir

Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu

Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×