Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. maí 2025 21:21 Jón Daníelsson furðar sig á því að dóttir sín sé borin út á meðan kona sem hrellir alla íbúa hússins fái að búa þar áfram. Vísir/Bjarni Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. Nágranninn, sem er síbrotakona á fertugsaldri, hefur gengið berserksgang um húsið og reynt að brjótast inn í flestar íbúðirnar þar. Hún er meðal annars sögð hafa brotist inn hjá 76 ára konu sem lá þá á spítala og stolið hálfri búslóðinni. DV hefur fjallað ítarlega um mál konunnar síðustu ár. „Það þarf að taka í taumana, það þarf að grípa inn í þetta. Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuð máli hvort dóttir mín er borin út eða ekki, því ástandið á stigaganginum er algjörlega óviðunandi. Og að það sé ekkert gert árum saman,“ segir Jón Daníelsson, faðir konunnar sem á að bera út. Hann kallar eftir sterkari viðbrögðum frá lögreglunni og Félagsbústöðum. „Eftir þeim fréttum sem ég hef séð, þá ættu að finnast næg vitni um framgöngu þessarar ríflegra þrítugu konu sem býr hérna. Og terroríserar alla íbúana,“ segir Jón. Dóttir Jóns hefur glímt við fíknivanda í mörg ár og er í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fær hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun og á að nota hann meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar. Hann vill að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. „Hún fær bara peningana í hendurnar. Svo á hún að borga. Henni er ekki séð fyrir öruggu húsnæði, henni er ekki séð fyrir mat. Henni er ekki séð fyrir eðlilegum lyfjum heldur fær hún bara peninga í hendurnar og á að sjá um sig eins og allir aðrir,“ segir Jón. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Nágranninn, sem er síbrotakona á fertugsaldri, hefur gengið berserksgang um húsið og reynt að brjótast inn í flestar íbúðirnar þar. Hún er meðal annars sögð hafa brotist inn hjá 76 ára konu sem lá þá á spítala og stolið hálfri búslóðinni. DV hefur fjallað ítarlega um mál konunnar síðustu ár. „Það þarf að taka í taumana, það þarf að grípa inn í þetta. Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuð máli hvort dóttir mín er borin út eða ekki, því ástandið á stigaganginum er algjörlega óviðunandi. Og að það sé ekkert gert árum saman,“ segir Jón Daníelsson, faðir konunnar sem á að bera út. Hann kallar eftir sterkari viðbrögðum frá lögreglunni og Félagsbústöðum. „Eftir þeim fréttum sem ég hef séð, þá ættu að finnast næg vitni um framgöngu þessarar ríflegra þrítugu konu sem býr hérna. Og terroríserar alla íbúana,“ segir Jón. Dóttir Jóns hefur glímt við fíknivanda í mörg ár og er í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fær hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun og á að nota hann meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar. Hann vill að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. „Hún fær bara peningana í hendurnar. Svo á hún að borga. Henni er ekki séð fyrir öruggu húsnæði, henni er ekki séð fyrir mat. Henni er ekki séð fyrir eðlilegum lyfjum heldur fær hún bara peninga í hendurnar og á að sjá um sig eins og allir aðrir,“ segir Jón.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira