Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 11:02 Sonur fórnarlambsins hefur auðgast á rafmyntum. EPA/Patrick Seeger Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi. Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar. Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar.
Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent