Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 16:09 Menn að störfum í Saporisjía eftir árásir Rússa í nótt. AP/Kateryna Klochko Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. Í einu slíku tilfelli, í febrúar, gekk kona að útisvæði veitingastaðar í Mykolaiv þar sem úkraínskir hermenn í hádegishléi stóðu saman. Hún lagði tösku við hlið hermannanna en skömmu eftir það sprakk sprengja í töskunni í loft upp. Konan lét lífið og þrír hermannanna gerðu það einnig. Fjallað er um þessa viðleitni Rússa til að valda usla og mannskaða í Úkraínu í ítarlegri grein New Lines Magazine. Þar kemur fram að áðurnefndir útsendarar, sem höfðu sagt konunni að hún væri að flytja peninga í tösku, sprengdu sprengjuna þegar þeir sáu að hún var komin á leiðarenda. Áróðursmaskínur Rússa fóru á yfirsnúning eftir árásina og héldu því fram að konan hefði myrt hermennina, sem sagðir voru starfa við að kveðja menn í úkraínska herinn, í hefndarskyni vegna dauða sonar hennar á víglínunni. Hið rétta er að hermennirnir unnu ekki við herkvaðningu heldur störfuðu þeir við að finna jarðsprengjur og gera þær óvirkar. Konan, sem var 42 ára gömul, átti ekki son sem hafði fallið í átökum heldur hafði hún skilið ungt barn, hennar eina, eftir á gistiheimili nærri kaffihúsinu. Bjóða fólki peninga fyrir auðveld verkefni Rússneskir útsendarar höfðu átt í samskiptum við konuna á samfélagsmiðlinum Telegram og beðið hana um að koma töskunni áleiðis í skiptum fyrir peninga. Í töskunni var þó sprengja, eins og áður hefur komið fram, en hún var smíðuð af tveimur úkraínskum táningum. Þeir voru fjórtán og sautján ára gamlir og höfðu smíðað sprengjuna eftir leiðbeiningum frá Rússlandi. Í mars átti sér stað annað sambærilegt atvik þegar tveir aðrir táningar, fimmtán og sautján ára gamlir, voru á gangi nærri lestarstöð í borginni Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu. Þá sprakk sprengja sem þeir voru að flytja svo sá eldri lést og hinn særðist alvarlega. Sprengjan sem þeir höfðu einnig smíðað með leiðsögn frá Rússlandi og höfðu þeir komið GPS-tæki fyrir í henni svo rússnesku útsendararnir gátu sprengt hana þegar þeir sáu að hún var komin á réttan stað. Drengirnir áttu að fá fúlgur fjár fyrir að smíða sprengjuna og koma henni fyrir. Úkraínumenn segja tilfellum sem þessum hafa farið fjölgandi og eru starfsmenn leyniþjónustu Úkraínu farnir að halda fyrirlestra í skólum þar í landi og vara ungmenni við gylliboðum frá fólki á Telegram. Hótuðu að birta myndir af fjórtán ára stúlku Það eru þó ekki bara gylliboð sem eru notuð til að fá úkraínskt fólk til voðaverka. Í einu tilfelli brutu rússneskir hakkarar sér inn í síma fjórtán ára stúlku og hótuðu að birta myndir af henni sem þeir fundu þar, ef hún færi ekki eftir skipunum þeirra. Þeir létu hana smíða sprengju og fara með hana á lögreglustöð í heimabæ hennar. Þar var hún þó gómuð og engan sakaði. Sprengjuárásir þessar hafa að miklu leyti beinst að skrifstofum hersins þar sem herkvaðning fer fram en herkvaðning í Úkraínu hefur lengi verið óvinsæl. Átján til sextíu ára gömlum mönnum hefur verið meinað að fara frá Úkraínu en 25 til sextíu ára menn eru kvaddir í herinn. Skemmdarverk og banatilræði í Evrópu Rússar hafa einnig verið duglegir við árásir og skemmdarverk annars staðar í Evrópu að undanförnu. Meðal annars hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um að koma eldsprengjum fyrir í flugvélum og að reyna að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum. Fregnir hafa borist af því að sérstök séraðgerðasveit hafi verið stofnuð sem hafi þau meginverkefni að fremja skemmdarverk og banatilræði á erlendri grundu og að koma útsendurum fyrir í vestrænum fyrirtækjum og háskólum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Í einu slíku tilfelli, í febrúar, gekk kona að útisvæði veitingastaðar í Mykolaiv þar sem úkraínskir hermenn í hádegishléi stóðu saman. Hún lagði tösku við hlið hermannanna en skömmu eftir það sprakk sprengja í töskunni í loft upp. Konan lét lífið og þrír hermannanna gerðu það einnig. Fjallað er um þessa viðleitni Rússa til að valda usla og mannskaða í Úkraínu í ítarlegri grein New Lines Magazine. Þar kemur fram að áðurnefndir útsendarar, sem höfðu sagt konunni að hún væri að flytja peninga í tösku, sprengdu sprengjuna þegar þeir sáu að hún var komin á leiðarenda. Áróðursmaskínur Rússa fóru á yfirsnúning eftir árásina og héldu því fram að konan hefði myrt hermennina, sem sagðir voru starfa við að kveðja menn í úkraínska herinn, í hefndarskyni vegna dauða sonar hennar á víglínunni. Hið rétta er að hermennirnir unnu ekki við herkvaðningu heldur störfuðu þeir við að finna jarðsprengjur og gera þær óvirkar. Konan, sem var 42 ára gömul, átti ekki son sem hafði fallið í átökum heldur hafði hún skilið ungt barn, hennar eina, eftir á gistiheimili nærri kaffihúsinu. Bjóða fólki peninga fyrir auðveld verkefni Rússneskir útsendarar höfðu átt í samskiptum við konuna á samfélagsmiðlinum Telegram og beðið hana um að koma töskunni áleiðis í skiptum fyrir peninga. Í töskunni var þó sprengja, eins og áður hefur komið fram, en hún var smíðuð af tveimur úkraínskum táningum. Þeir voru fjórtán og sautján ára gamlir og höfðu smíðað sprengjuna eftir leiðbeiningum frá Rússlandi. Í mars átti sér stað annað sambærilegt atvik þegar tveir aðrir táningar, fimmtán og sautján ára gamlir, voru á gangi nærri lestarstöð í borginni Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu. Þá sprakk sprengja sem þeir voru að flytja svo sá eldri lést og hinn særðist alvarlega. Sprengjan sem þeir höfðu einnig smíðað með leiðsögn frá Rússlandi og höfðu þeir komið GPS-tæki fyrir í henni svo rússnesku útsendararnir gátu sprengt hana þegar þeir sáu að hún var komin á réttan stað. Drengirnir áttu að fá fúlgur fjár fyrir að smíða sprengjuna og koma henni fyrir. Úkraínumenn segja tilfellum sem þessum hafa farið fjölgandi og eru starfsmenn leyniþjónustu Úkraínu farnir að halda fyrirlestra í skólum þar í landi og vara ungmenni við gylliboðum frá fólki á Telegram. Hótuðu að birta myndir af fjórtán ára stúlku Það eru þó ekki bara gylliboð sem eru notuð til að fá úkraínskt fólk til voðaverka. Í einu tilfelli brutu rússneskir hakkarar sér inn í síma fjórtán ára stúlku og hótuðu að birta myndir af henni sem þeir fundu þar, ef hún færi ekki eftir skipunum þeirra. Þeir létu hana smíða sprengju og fara með hana á lögreglustöð í heimabæ hennar. Þar var hún þó gómuð og engan sakaði. Sprengjuárásir þessar hafa að miklu leyti beinst að skrifstofum hersins þar sem herkvaðning fer fram en herkvaðning í Úkraínu hefur lengi verið óvinsæl. Átján til sextíu ára gömlum mönnum hefur verið meinað að fara frá Úkraínu en 25 til sextíu ára menn eru kvaddir í herinn. Skemmdarverk og banatilræði í Evrópu Rússar hafa einnig verið duglegir við árásir og skemmdarverk annars staðar í Evrópu að undanförnu. Meðal annars hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um að koma eldsprengjum fyrir í flugvélum og að reyna að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum. Fregnir hafa borist af því að sérstök séraðgerðasveit hafi verið stofnuð sem hafi þau meginverkefni að fremja skemmdarverk og banatilræði á erlendri grundu og að koma útsendurum fyrir í vestrænum fyrirtækjum og háskólum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira