De Bru­yne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum

De Bruyne steig upp þegar mest á reyndi.
De Bruyne steig upp þegar mest á reyndi. EPA-EFE/PETER POWELL

Fyrirliðinn De Bruyne skoraði eftir sendingu samlanda síns Jeremy Doku á 35. mínútu leiksins. Þessi 33 ára gamli miðjumaður virðist á leið frá félaginu en sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Þetta var hans fjórða mark í deildinni á leiktíðinni og 72. deildarmark hans fyrir félagið.

Mark De Bruyne reyndist eina markið í mjög lokuðum leik, lokatölur 1-0. Með sigrinum lyftir Man City sér upp í 3. sæti deildarinnar með 64 stig, þremur á eftir Arsenal í 2. sæti og tveimur meira en Newcastle United sem er sæti neðar. Meistarar Man City hafa hins vegar leikið leik meira.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira