De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum 2. maí 2025 18:32 De Bruyne steig upp þegar mest á reyndi. EPA-EFE/PETER POWELL Fyrirliðinn De Bruyne skoraði eftir sendingu samlanda síns Jeremy Doku á 35. mínútu leiksins. Þessi 33 ára gamli miðjumaður virðist á leið frá félaginu en sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Þetta var hans fjórða mark í deildinni á leiktíðinni og 72. deildarmark hans fyrir félagið. Mark De Bruyne reyndist eina markið í mjög lokuðum leik, lokatölur 1-0. Með sigrinum lyftir Man City sér upp í 3. sæti deildarinnar með 64 stig, þremur á eftir Arsenal í 2. sæti og tveimur meira en Newcastle United sem er sæti neðar. Meistarar Man City hafa hins vegar leikið leik meira. Enski boltinn
Fyrirliðinn De Bruyne skoraði eftir sendingu samlanda síns Jeremy Doku á 35. mínútu leiksins. Þessi 33 ára gamli miðjumaður virðist á leið frá félaginu en sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Þetta var hans fjórða mark í deildinni á leiktíðinni og 72. deildarmark hans fyrir félagið. Mark De Bruyne reyndist eina markið í mjög lokuðum leik, lokatölur 1-0. Með sigrinum lyftir Man City sér upp í 3. sæti deildarinnar með 64 stig, þremur á eftir Arsenal í 2. sæti og tveimur meira en Newcastle United sem er sæti neðar. Meistarar Man City hafa hins vegar leikið leik meira.