Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 20:33 Mike Waltz starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trumps í um fjóra mánuði. EPA Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. „Ég er ánægður að tilkynna að ég mun tilnefna Mike Waltz í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar greinir hann einnig frá að Marco Rubio utanríkisráðherra taki tímabundið við störfum Waltz og sinnir því báðum embættum samtímis. Samkvæmt heimildum New York Times hafði Waltz lengi verið á hálum ís. Staða hans versnaði til muna eftir að hann bætti ritstjóra fjölmiðilsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem til umræðu voru háleynilegar upplýsingar um umfangsmiklar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen. Til að mynda komu þar fram klukkan hvað árásirnar færu fram og hvar. Eftir Signal atvikið hafa farið fram samræður fyrir luktum dyrum að skipta Waltz út fyrir einhvern annan. Í fyrri embættistíð Trumps sem forseta skipti hann þrisvar sinnum um þjóðaröryggisráðgjafa. Auk Waltz og ritstjóranum Jeffrey Goldberg, voru í spjallhópnum JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmaður CIA, Steve Witkoff, erindreki Trumps í Mið-Austurlöndunum og Úkraínu, auk fleiri. Hegseth, sem var einnig í spjallhópnum með ritstjóranum, bjó til annan spjallhóp þar sem hann deildi háleynilegum upplýsingum með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum og Tim Parlatore, lögfræðing. Phil Hegseth og Parlatore starfa báðir hjá varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Alls voru tólf manns í hópnum. Eftir að greint var frá lekanum sagðist Donald Trump standa með Hegseth og neitaði að hann hefði deilt trúnaðarupplýsingum. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
„Ég er ánægður að tilkynna að ég mun tilnefna Mike Waltz í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar greinir hann einnig frá að Marco Rubio utanríkisráðherra taki tímabundið við störfum Waltz og sinnir því báðum embættum samtímis. Samkvæmt heimildum New York Times hafði Waltz lengi verið á hálum ís. Staða hans versnaði til muna eftir að hann bætti ritstjóra fjölmiðilsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem til umræðu voru háleynilegar upplýsingar um umfangsmiklar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen. Til að mynda komu þar fram klukkan hvað árásirnar færu fram og hvar. Eftir Signal atvikið hafa farið fram samræður fyrir luktum dyrum að skipta Waltz út fyrir einhvern annan. Í fyrri embættistíð Trumps sem forseta skipti hann þrisvar sinnum um þjóðaröryggisráðgjafa. Auk Waltz og ritstjóranum Jeffrey Goldberg, voru í spjallhópnum JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmaður CIA, Steve Witkoff, erindreki Trumps í Mið-Austurlöndunum og Úkraínu, auk fleiri. Hegseth, sem var einnig í spjallhópnum með ritstjóranum, bjó til annan spjallhóp þar sem hann deildi háleynilegum upplýsingum með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum og Tim Parlatore, lögfræðing. Phil Hegseth og Parlatore starfa báðir hjá varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Alls voru tólf manns í hópnum. Eftir að greint var frá lekanum sagðist Donald Trump standa með Hegseth og neitaði að hann hefði deilt trúnaðarupplýsingum.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira