„Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 12:56 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur og dagskrá um land allt. Verkalýðsleiðtogi segir enn ýmislegt til að berjast fyrir og að dagurinn sé gríðarlega mikilvægur. Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira