Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:55 Foreldrarnir sæta gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndaryfirvalda í héraðinu. EPA/Paco Paredes Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“ Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira