Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2025 13:34 Hvorki Icelandair né Play reiknar með truflunum á flugáætlun vegna rafmagnsleysis. Vísir/Vilhelm Allt flug Icelandair og Play til og frá Íberíuskaganum í dag er á áætlun. Flugfélögin fylgjast þó grannt með stöðu mála og hvetja farþega til að gera slíkt hið sama. Víðtækt rafmagnsleysi hefur valdið usla á Spáni og í Portúgal síðan í morgun en tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Flugvellir keyrðir á varaafli Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, lenti flugvél félagsins á flugvellinum í Barselóna á Spáni upp úr hádegi. Flugvöllurinn sé keyrður á varaafli og rafmagnsleysið hafi ekki haft áhrif á áætlun félagsins. Reiknað sé með því að flugvélinni verði flogið frá flugvellinum laust fyrir klukkan 14 og það sé eina ferðin á áætlun til eða frá Íberíuskaganum í dag. Hann segir þó að félagið muni fylgast með stöðunni. Hlutir geti breyst Flugfélagið Play er með þrjár flugferðir á áætlun á Íberíuskaga í dag, til Barselóna og Madrídar á Spáni og Lissabon í Portúgal nú síðdegis og gert er ráð fyrir að flugvélunum verði lent aftur á Keflavíkurflugvelli laust upp úr klukkan 01 í nótt. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Play, segir í samtali við Vísi að eins og er sé allt flug á áætlun. Hann segir þó að rafmagnsleysi geti haft áhrif á áætlanir flugfélaga og hvetur því farþega til þess að fylgjast vel með tilkynningum frá félaginu. Play Icelandair Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi hefur valdið usla á Spáni og í Portúgal síðan í morgun en tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Flugvellir keyrðir á varaafli Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, lenti flugvél félagsins á flugvellinum í Barselóna á Spáni upp úr hádegi. Flugvöllurinn sé keyrður á varaafli og rafmagnsleysið hafi ekki haft áhrif á áætlun félagsins. Reiknað sé með því að flugvélinni verði flogið frá flugvellinum laust fyrir klukkan 14 og það sé eina ferðin á áætlun til eða frá Íberíuskaganum í dag. Hann segir þó að félagið muni fylgast með stöðunni. Hlutir geti breyst Flugfélagið Play er með þrjár flugferðir á áætlun á Íberíuskaga í dag, til Barselóna og Madrídar á Spáni og Lissabon í Portúgal nú síðdegis og gert er ráð fyrir að flugvélunum verði lent aftur á Keflavíkurflugvelli laust upp úr klukkan 01 í nótt. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Play, segir í samtali við Vísi að eins og er sé allt flug á áætlun. Hann segir þó að rafmagnsleysi geti haft áhrif á áætlanir flugfélaga og hvetur því farþega til þess að fylgjast vel með tilkynningum frá félaginu.
Play Icelandair Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira