Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Aron Guðmundsson skrifar 27. apríl 2025 12:47 Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virkilega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmtilegum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR. „Þetta leggst virkilega vel í mig. Stórleikur og ég er virkilega spenntur. Við Skagamenn þurfum auðvitað aðeins að girða okkur í brók eftir síðustu umferð og erum staðráðnir í því að gera betur. Ég á von á góðu svari frá mínum mönnum í dag,“ segir Jón Þór í samtali við íþróttadeild í dag. Þurfa að gera einföldu hlutina betur ÍA tapaði nokkuð óvænt á móti Vestra á heimavelli í síðustu umferð og átti í raun bara töluvert erfitt uppdráttar á móti Djúpmönnum. Þetta var annar tapleikur liðsins í röð og annar tapleikur liðsins í fyrstu þremur leikjum þess í Bestu deildinni þetta tímabilið. „Frá síðasta leik hefur þetta snúist um að koma mönnum svolítið á fætur, finna léttleikann. Það er stutt á milli leikja núna og það er jákvætt, þegar að þú færð skell og ert sleginn niður í gólfið að eiga leik eftir fáa daga. Ég tel okkur hafa gert mjög vel í því að skerpa á hlutunum. Við þurfum að gera það. Þurfum að stíga svolítið skref til baka og gera einföldu hlutina betur. Við höfum nýtt stutta tímann á milli leikja virkilega vel. Við þurfum ekkert að fara kafa mjög djúpt í stöðuna þannig, deildin er bara að spilast svona. Það eru tólf hörku lið í þessari deild, allir leikir eru hörku leikir og ég held að þeir verði það í allt sumar. Þú þarft því að vera klár á deginum og þannig hafa þessir leikir verið. Tapið á móti Stjörnunni í annarri umferð var ekkert endilega sanngjarnt, við vorum alls ekki síðri aðilinn í þeim leik. Síðan kemur leikurinn við Vestra hér heima sem er kannski í fyrsta skipti í langan tíma hjá mér sem þjálfari ÍA þar sem að ég er virkilega ósáttur við mitt lið að mörgu leiti. Að því sögðu byrjuðum við leikinn mjög vel en misstum svo tökin eftir því sem leið á hann. Það eru hlutir í þeim leik sem við getum alls ekki sætt okkur við. Hvorki ég sem þjálfari liðsins né leikmennirnir sjálfir. Ég veit þeir gera það ekki. Það verður bara mjög spennandi að sjá mitt lið svara því í dag.“ Alltaf örlítið sérstakt að mæta KR Jón Þór þekkir ríg KR og ÍA vel enda Skagamaður sjálfur. Liðin hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og eiga á milli sín fjölda marga titla. Fiðringurinn fyrir viðureign þessara liða er meiri heldur en fyrir aðra leiki. „Ég neita því ekki, þetta eru alltaf sérstakir leikir. Maður tók bæði eftir því sem barn og unglingur og svo líka eftir að maður tók við sem þjálfari ÍA. Í gegnum tíðina hafa þetta verið minnisstæðir leikir. Þetta er alltaf örlítið sérstakt, að mæta KR.“ Óskar Hrafn, þjálfari KRVísir/Anton Brink KR hefur verið að ganga í gegnum endurnýjun. Vesturbæingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins á síðasta tímabili og hefur breytt um kúrs. „Það eru spennandi hlutir að gerast í KR núna,“ segir Jón Þór um andstæðing kvöldsins. „Óskar Hrafn kominn þarna inn og hefur verið að sækja til baka leikmenn KR með það fyrir augum að stækka aðeins hjartað í liðinu og hefur verið að spila á ungum og uppöldum KR-ingum í bland við það. Það er formúla sem þekkjum ágætlega hérna á Akranesi. Það er mjög spennandi fyrir KR-inga. Þeirra styrkleiki í dag felst í því að þeir hafa verið að spila öflugan, hraðan og á köflum örlítið kaótískan sóknarleik. Það er erfitt að spila á móti þeim en á sama tíma hafa þeir verið að gefa ágætis svæði og tækifæri á hinum enda vallarins. Ég á bara von á mjög spennandi, skemmtilegum og hröðum leik.“ Leikur KR og ÍA í 4.umferð Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 19:00 í kvöld. Besta deild karla ÍA KR Íslenski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll- Þór/KA | Norðanslagur á Króknum AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sjá meira
„Þetta leggst virkilega vel í mig. Stórleikur og ég er virkilega spenntur. Við Skagamenn þurfum auðvitað aðeins að girða okkur í brók eftir síðustu umferð og erum staðráðnir í því að gera betur. Ég á von á góðu svari frá mínum mönnum í dag,“ segir Jón Þór í samtali við íþróttadeild í dag. Þurfa að gera einföldu hlutina betur ÍA tapaði nokkuð óvænt á móti Vestra á heimavelli í síðustu umferð og átti í raun bara töluvert erfitt uppdráttar á móti Djúpmönnum. Þetta var annar tapleikur liðsins í röð og annar tapleikur liðsins í fyrstu þremur leikjum þess í Bestu deildinni þetta tímabilið. „Frá síðasta leik hefur þetta snúist um að koma mönnum svolítið á fætur, finna léttleikann. Það er stutt á milli leikja núna og það er jákvætt, þegar að þú færð skell og ert sleginn niður í gólfið að eiga leik eftir fáa daga. Ég tel okkur hafa gert mjög vel í því að skerpa á hlutunum. Við þurfum að gera það. Þurfum að stíga svolítið skref til baka og gera einföldu hlutina betur. Við höfum nýtt stutta tímann á milli leikja virkilega vel. Við þurfum ekkert að fara kafa mjög djúpt í stöðuna þannig, deildin er bara að spilast svona. Það eru tólf hörku lið í þessari deild, allir leikir eru hörku leikir og ég held að þeir verði það í allt sumar. Þú þarft því að vera klár á deginum og þannig hafa þessir leikir verið. Tapið á móti Stjörnunni í annarri umferð var ekkert endilega sanngjarnt, við vorum alls ekki síðri aðilinn í þeim leik. Síðan kemur leikurinn við Vestra hér heima sem er kannski í fyrsta skipti í langan tíma hjá mér sem þjálfari ÍA þar sem að ég er virkilega ósáttur við mitt lið að mörgu leiti. Að því sögðu byrjuðum við leikinn mjög vel en misstum svo tökin eftir því sem leið á hann. Það eru hlutir í þeim leik sem við getum alls ekki sætt okkur við. Hvorki ég sem þjálfari liðsins né leikmennirnir sjálfir. Ég veit þeir gera það ekki. Það verður bara mjög spennandi að sjá mitt lið svara því í dag.“ Alltaf örlítið sérstakt að mæta KR Jón Þór þekkir ríg KR og ÍA vel enda Skagamaður sjálfur. Liðin hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og eiga á milli sín fjölda marga titla. Fiðringurinn fyrir viðureign þessara liða er meiri heldur en fyrir aðra leiki. „Ég neita því ekki, þetta eru alltaf sérstakir leikir. Maður tók bæði eftir því sem barn og unglingur og svo líka eftir að maður tók við sem þjálfari ÍA. Í gegnum tíðina hafa þetta verið minnisstæðir leikir. Þetta er alltaf örlítið sérstakt, að mæta KR.“ Óskar Hrafn, þjálfari KRVísir/Anton Brink KR hefur verið að ganga í gegnum endurnýjun. Vesturbæingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins á síðasta tímabili og hefur breytt um kúrs. „Það eru spennandi hlutir að gerast í KR núna,“ segir Jón Þór um andstæðing kvöldsins. „Óskar Hrafn kominn þarna inn og hefur verið að sækja til baka leikmenn KR með það fyrir augum að stækka aðeins hjartað í liðinu og hefur verið að spila á ungum og uppöldum KR-ingum í bland við það. Það er formúla sem þekkjum ágætlega hérna á Akranesi. Það er mjög spennandi fyrir KR-inga. Þeirra styrkleiki í dag felst í því að þeir hafa verið að spila öflugan, hraðan og á köflum örlítið kaótískan sóknarleik. Það er erfitt að spila á móti þeim en á sama tíma hafa þeir verið að gefa ágætis svæði og tækifæri á hinum enda vallarins. Ég á bara von á mjög spennandi, skemmtilegum og hröðum leik.“ Leikur KR og ÍA í 4.umferð Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 19:00 í kvöld.
Besta deild karla ÍA KR Íslenski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll- Þór/KA | Norðanslagur á Króknum AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sjá meira