Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Jakob Bjarnar skrifar 25. apríl 2025 11:28 Elías Pétursson ritaði harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann frábiður sér þann áróður SFS sem birtist í auglýsingum samtakanna. Heiðrún Lind ber virðingu fyrir upplifun hans en hún spyr á móti: Hver væri staðan ef ekkert væri fiskveiðistjórnunarfyrirkomulagið? vísir/ívar/facebook Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. „En það má búast við því, þegar fjallað er um sjávarútveg að það séu skiptar skoðanir á því. Þeir sem hafa verið neikvæðir verða það áfram og þá skipta þessar auglýsingar ekki máli í þeim ranni.“ Það er hugur í Heiðrúnu Lind, hún er herská og engan bilbug á henni að finna. Í auglýsingunum er nánast sem samtökin séu að róa lífróður eftir að ríkisstjórnin ákvað að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Heiðrún Lind segir það auðvitað svo um sjávarútveg, þar sem aðgengi að fiskimiðum er takmarkað og stjórnvöld ýti fyrirtækjum út í að hagræða að það komi niður á einhverjum. Segir að hér væri auðn ef ekkert hefði verið gert „Þetta er ekkert léttvægt mál og það verður að sýna því skilning,“ segir Heiðrún Lind sem bendir á að ef ekki væri fiskveiðistjórnunarkerfið, hvar stæðu byggðir landsins þá? „Þá væri engin sjávarútvegur. Það er bara staðan, ef ekkert hefði verið gert værum við ekki á góðum stað og landsbyggðin væri ekki á góðum stað. Við erum með nokkur stöndug fyrirtæki og þar er festan í byggðinni,“ segir Heiðrún og bendir á ýmsa tengda þjónustu sem hefur þróast meðfram. „Tekjur hafa aldrei verið meiri né jafnari dreifing tekna.“ Heiðrún Lind er þar að tala um dreifingu um landið allt en sjávarútvegsfyrirtæki séu festan í hverjum fjórðungi. Hún segist sýna því fullan skilning, sérstaklega gagnvart þeim þar sem hagræðingin hafi komið illa við menn og það sé eðlileg tilfinning. Elías er býsna afgerandi í sínum pistli sem hann kallar „Arfleifð þorpanna“ þar sem hann fjallar um breytingar á stjórn fiskveiða, verðmætin færð frá þorpum til handhafa fiskveiða sem höfðu það í för með sér að meðan „kvótahafar fengu notið verðmætanna þurftu aðrir að borga. Í tilviki þorpanna féll víxillinn á íbúana. Á sama tíma og virði fasteigna þorpsins lækkaði jókst virði hins framseljanlega kvóta. Það er nefnilega þannig að tilfærsla verðmæta frá einum aðila til annars, af mannavöldum, hefur mikil áhrif á öll samfélög – langt umfram það sem nokkurn getur órað fyrir.“ Makalaus áróður SFS Elías beinir spjótum sínum að auglýsingum SFS. Hann segir lífið í þorpunum þá hafa verið skapandi; þar ríkti heilbrigð samkeppni; tækifærin voru óteljandi vegna nálægðar við fiskimiðin; hvert þorp var heilbrigt og skapaði jöfn tækifæri þrátt fyrir að vera ekki fullkomið samfélag.“ Elías frábiður sér makalausan áróður SFS, hann sé fullkominn vanvirða við þorpin, fullkomin vanvirða við heilbrigða skynsemi og fullkomin vanvirða við samfélagið sem við byggjum. En þorpin urðu undir að sögn Elíasar og kvótahafar dagsins hafi notið afrakstursins. „Það er af þessum ástæðum sem auglýsingar SFS hreinlega misbjóða mér. Auglýsingarnar bera vitni um ævintýralegan hroka þeirra sem tóku lífsbjörgina frá þorpunum en kalla nú eftir ásjá þeirra og aðstoð þegar sanngjörn krafa er gerð um eðlilegt afgjald kvótahafanna til samfélagsins. Sorglegt,“ segir Elías. Hann biður um að sér verði hlíft „við þessum makalausa áróðri SFS því hann er fullkominn vanvirða við þorpin, fullkominn vanvirða við heilbrigða skynsemi, fullkomin vanvirða við samfélagið sem við byggjum og fullkomin vanvirða við söguna - en segir afar mikið um þá sem bera áróðurinn fram og fjármagna.“ Vilja upplýsa þingheim um þá vá sem fyrir dyrum stendur Þetta eru þung orð og Heiðrún Lind segist sýna þeim skilning. Og það verði að koma í ljós með áframhaldandi auglýsingaherferð. „Mér finnst það ósanngjörn gagnrýni að við séum sökuðu um að keyra auglýsingaherferð þegar ríkisstjórnin hefur ekki viljað hlusta á fagaðila og það á að keyra þetta mál áfram af miklum hraða. Hvernig eigum við öðruvísi að koma sjónarmiðum okkar á framfæri?“ Heiðrún Lind segir vert að koma sjónarmiðum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á framfæri. Og nauðsyn þegar ríkisstjórnin ætli að keyra í gegn hækkun á veiðigjöldum án þess að hlusta á fagaðila, sem hún kallar svo.vísir/ívar Heiðrún Lind segir almenning vilja fá upplýsingar um hvað snýr upp og hvað niður í sjávarútvegi. Hvað verði gert verður að koma í ljós. „Við eigum von á því að ekki verði mikið tillit til okkar athugasemda og þá er það okkar að koma sjónarmiðum til þingmanna. Þetta varðar allan almenning.“ Heiðrún Lind segir að nú sé verið að róa lífróður. „Sjávarútvegur hefur verið til í hundarð ár, þessi ríkisstjórn í ríflega hundrað daga. Við höldum okkar striki, það er ekkert annað í boði. Ég ætla bara að halda í vonina um að þingið taki á endanum skynsamlega ákvörðun,“ segir Heiðrún Lind. Ljóst er að baráttan er bara að harðna. Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ 14. apríl 2025 17:27 Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. 13. apríl 2025 12:13 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„En það má búast við því, þegar fjallað er um sjávarútveg að það séu skiptar skoðanir á því. Þeir sem hafa verið neikvæðir verða það áfram og þá skipta þessar auglýsingar ekki máli í þeim ranni.“ Það er hugur í Heiðrúnu Lind, hún er herská og engan bilbug á henni að finna. Í auglýsingunum er nánast sem samtökin séu að róa lífróður eftir að ríkisstjórnin ákvað að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Heiðrún Lind segir það auðvitað svo um sjávarútveg, þar sem aðgengi að fiskimiðum er takmarkað og stjórnvöld ýti fyrirtækjum út í að hagræða að það komi niður á einhverjum. Segir að hér væri auðn ef ekkert hefði verið gert „Þetta er ekkert léttvægt mál og það verður að sýna því skilning,“ segir Heiðrún Lind sem bendir á að ef ekki væri fiskveiðistjórnunarkerfið, hvar stæðu byggðir landsins þá? „Þá væri engin sjávarútvegur. Það er bara staðan, ef ekkert hefði verið gert værum við ekki á góðum stað og landsbyggðin væri ekki á góðum stað. Við erum með nokkur stöndug fyrirtæki og þar er festan í byggðinni,“ segir Heiðrún og bendir á ýmsa tengda þjónustu sem hefur þróast meðfram. „Tekjur hafa aldrei verið meiri né jafnari dreifing tekna.“ Heiðrún Lind er þar að tala um dreifingu um landið allt en sjávarútvegsfyrirtæki séu festan í hverjum fjórðungi. Hún segist sýna því fullan skilning, sérstaklega gagnvart þeim þar sem hagræðingin hafi komið illa við menn og það sé eðlileg tilfinning. Elías er býsna afgerandi í sínum pistli sem hann kallar „Arfleifð þorpanna“ þar sem hann fjallar um breytingar á stjórn fiskveiða, verðmætin færð frá þorpum til handhafa fiskveiða sem höfðu það í för með sér að meðan „kvótahafar fengu notið verðmætanna þurftu aðrir að borga. Í tilviki þorpanna féll víxillinn á íbúana. Á sama tíma og virði fasteigna þorpsins lækkaði jókst virði hins framseljanlega kvóta. Það er nefnilega þannig að tilfærsla verðmæta frá einum aðila til annars, af mannavöldum, hefur mikil áhrif á öll samfélög – langt umfram það sem nokkurn getur órað fyrir.“ Makalaus áróður SFS Elías beinir spjótum sínum að auglýsingum SFS. Hann segir lífið í þorpunum þá hafa verið skapandi; þar ríkti heilbrigð samkeppni; tækifærin voru óteljandi vegna nálægðar við fiskimiðin; hvert þorp var heilbrigt og skapaði jöfn tækifæri þrátt fyrir að vera ekki fullkomið samfélag.“ Elías frábiður sér makalausan áróður SFS, hann sé fullkominn vanvirða við þorpin, fullkomin vanvirða við heilbrigða skynsemi og fullkomin vanvirða við samfélagið sem við byggjum. En þorpin urðu undir að sögn Elíasar og kvótahafar dagsins hafi notið afrakstursins. „Það er af þessum ástæðum sem auglýsingar SFS hreinlega misbjóða mér. Auglýsingarnar bera vitni um ævintýralegan hroka þeirra sem tóku lífsbjörgina frá þorpunum en kalla nú eftir ásjá þeirra og aðstoð þegar sanngjörn krafa er gerð um eðlilegt afgjald kvótahafanna til samfélagsins. Sorglegt,“ segir Elías. Hann biður um að sér verði hlíft „við þessum makalausa áróðri SFS því hann er fullkominn vanvirða við þorpin, fullkominn vanvirða við heilbrigða skynsemi, fullkomin vanvirða við samfélagið sem við byggjum og fullkomin vanvirða við söguna - en segir afar mikið um þá sem bera áróðurinn fram og fjármagna.“ Vilja upplýsa þingheim um þá vá sem fyrir dyrum stendur Þetta eru þung orð og Heiðrún Lind segist sýna þeim skilning. Og það verði að koma í ljós með áframhaldandi auglýsingaherferð. „Mér finnst það ósanngjörn gagnrýni að við séum sökuðu um að keyra auglýsingaherferð þegar ríkisstjórnin hefur ekki viljað hlusta á fagaðila og það á að keyra þetta mál áfram af miklum hraða. Hvernig eigum við öðruvísi að koma sjónarmiðum okkar á framfæri?“ Heiðrún Lind segir vert að koma sjónarmiðum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á framfæri. Og nauðsyn þegar ríkisstjórnin ætli að keyra í gegn hækkun á veiðigjöldum án þess að hlusta á fagaðila, sem hún kallar svo.vísir/ívar Heiðrún Lind segir almenning vilja fá upplýsingar um hvað snýr upp og hvað niður í sjávarútvegi. Hvað verði gert verður að koma í ljós. „Við eigum von á því að ekki verði mikið tillit til okkar athugasemda og þá er það okkar að koma sjónarmiðum til þingmanna. Þetta varðar allan almenning.“ Heiðrún Lind segir að nú sé verið að róa lífróður. „Sjávarútvegur hefur verið til í hundarð ár, þessi ríkisstjórn í ríflega hundrað daga. Við höldum okkar striki, það er ekkert annað í boði. Ég ætla bara að halda í vonina um að þingið taki á endanum skynsamlega ákvörðun,“ segir Heiðrún Lind. Ljóst er að baráttan er bara að harðna. Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ 14. apríl 2025 17:27 Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. 13. apríl 2025 12:13 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58
Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ 14. apríl 2025 17:27
Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. 13. apríl 2025 12:13