Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 12:13 Hanna Katrín segist sannfærð um réttmæti hækkananna. Vísir/Ívar Fannar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira