Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 08:00 Derhúfan og stuttermabolurinn sem eru komin á sölu hjá Trump og svo hin klassíska MAGA-derhúfa á kolli forsetans. Getty Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira