Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2025 08:02 Eni Aluko er reglulega spotspónn Joeys Barton á X. getty/Mike Egerton Eni Aluko, fyrrverandi framherji enska fótboltalandsliðsins, segist hafa fengið færri tækifæri í sjónvarpi eftir að hún kærði Joey Barton fyrir meiðyrði. Barton er í nöp við Aluko og aðrar konur sem hafa fjallað um karlafótbolta í fjölmiðlum og hefur skotið fast á þær á samfélagsmiðlum. Aluko fékk á endanum nóg og kærði Barton. Hún segir að það hafi kostað sitt. „Þetta gerist á mörgum vígstöðvum. Þegar konur standa upp fyrir sjálfum sér geldur ferilinn fyrir það. Ég hef verið í sjónvarpi í ellefu ár. Ég er ekki nýliði. Og síðustu átján mánuði hef ég aldrei fengið minna að gera,“ sagði Aluko við í viðtali við BBC. „Það er staðreynd. Það er ekki tilfinning, það er skoðun. Það er staðreynd. Svo ég held að fólk geti dregið sínar eigin ályktanir af því. Það sem Joey Bartonar og sumir karlkyns fótboltaaðdáendur vilja er að losna við konur úr sjónvarpi.“ Aluko segist hafa fengið hótanir og orðið fyrir netníði eftir að Barton byrjaði að tjá sig um hana á X og hún hafi fyrst um sinn ekki þorað að fara út úr húsi án þess að dulbúa sig. „Joey Barton hefur skrifað 45 færslur um mig. Það hefur áhrif á þig í daglega lífinu. Þetta er eins og alda af níði og þér líður eins og þú sért í fiskabúri. Ég er meira var um mig en áður,“ sagði Aluko. „Mér finnst ég ekki geta farið út og gert það sem ég vil. Fyrstu vikuna fór ég út í dulargervi. Sumum finnst það of langt gengið en þetta hafði raunverulega þessi áhrif á mig.“ Aluko lék 105 leiki fyrir enska landsliðið á árunum 2004-16 og skoraði 33 mörk. Hún lagði skóna á hilluna 2019. Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Barton er í nöp við Aluko og aðrar konur sem hafa fjallað um karlafótbolta í fjölmiðlum og hefur skotið fast á þær á samfélagsmiðlum. Aluko fékk á endanum nóg og kærði Barton. Hún segir að það hafi kostað sitt. „Þetta gerist á mörgum vígstöðvum. Þegar konur standa upp fyrir sjálfum sér geldur ferilinn fyrir það. Ég hef verið í sjónvarpi í ellefu ár. Ég er ekki nýliði. Og síðustu átján mánuði hef ég aldrei fengið minna að gera,“ sagði Aluko við í viðtali við BBC. „Það er staðreynd. Það er ekki tilfinning, það er skoðun. Það er staðreynd. Svo ég held að fólk geti dregið sínar eigin ályktanir af því. Það sem Joey Bartonar og sumir karlkyns fótboltaaðdáendur vilja er að losna við konur úr sjónvarpi.“ Aluko segist hafa fengið hótanir og orðið fyrir netníði eftir að Barton byrjaði að tjá sig um hana á X og hún hafi fyrst um sinn ekki þorað að fara út úr húsi án þess að dulbúa sig. „Joey Barton hefur skrifað 45 færslur um mig. Það hefur áhrif á þig í daglega lífinu. Þetta er eins og alda af níði og þér líður eins og þú sért í fiskabúri. Ég er meira var um mig en áður,“ sagði Aluko. „Mér finnst ég ekki geta farið út og gert það sem ég vil. Fyrstu vikuna fór ég út í dulargervi. Sumum finnst það of langt gengið en þetta hafði raunverulega þessi áhrif á mig.“ Aluko lék 105 leiki fyrir enska landsliðið á árunum 2004-16 og skoraði 33 mörk. Hún lagði skóna á hilluna 2019.
Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn