Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 20:45 Sigurmark Bologna var ekkert slor. Alessandro Sabattini/Getty Images Ítalíumeistarar Inter, sem eru jafnframt topplið Serie A – efstu deildar knattspyrnu karla þar í landi, máttu þola 1-0 tap á útivelli gegn Bologna. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira