Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 20:45 Sigurmark Bologna var ekkert slor. Alessandro Sabattini/Getty Images Ítalíumeistarar Inter, sem eru jafnframt topplið Serie A – efstu deildar knattspyrnu karla þar í landi, máttu þola 1-0 tap á útivelli gegn Bologna. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira