Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 20:45 Sigurmark Bologna var ekkert slor. Alessandro Sabattini/Getty Images Ítalíumeistarar Inter, sem eru jafnframt topplið Serie A – efstu deildar knattspyrnu karla þar í landi, máttu þola 1-0 tap á útivelli gegn Bologna. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira