Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. apríl 2025 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir tortryggni í garð Vladímírs Pútín mikla þrátt fyrir yfirlýsingu um „páskavopnahlé“. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira