Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2025 07:01 Þorvaldur Örlygsson fylgist vel með gangi mála á Laugardalsvelli og var viðstaddur þegar sáð var í vallarstæðið í vikunni. Vísir/Samsett Margt hefur afrekast frá því að framkvæmdir hófust á Laugardalsvelli í október síðastliðnum. Stjórnendur hjá KSÍ eru nú í kapphlaupi við tímann að ná Laugardalsvelli leikfærum fyrir leik kvennalandsliðsins í júní. Ísland mætir Frakklandi í síðasta leik liðsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní næstkomandi. Stefnan er að sá leikur fari fram á Laugardalsvelli og vannst stór áfangi í þá átt er sáð var fyrir nýjum grasfleti í vikunni. „Þetta er góður dagur í dag. Við erum að byrja að sá og erum mjög spennt að halda tímasetningunni. Fræin eru að komast niður og við setjum svo dúk yfir á morgun áður en við saumum í völlinn eftir einhverja tíu daga. Við erum enn þá á áætlun að stefna á að spila hérna í byrjun júní,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við íþróttadeild. Fræin liggi því undir dúki, í blautum og upphituðum jarðvegi sem stendur. Eftir rúma viku verði farið í að sauma gervigras saman við náttúrulega grasið og eftir muni standa hybridvöllur - blanda af grasi og gervigrasi. Á næstu vikum verði svo þökulagt á svæðið í kring og gervigras lagt meðfram vellinum. Gervigrasið sem fer meðfram vellinum nýtist sem upphitunarsvæði fyrir leikmenn. Það er endurnýtt gras sem rifið var af velli Gróttu á Seltjarnarnesi. Þannig verður losnað undan veseni og kostnaði við förgun þess. Sáningarvél að verki. Gríðarmiklu magni þarf að sá í völl sem þennan og má sjá brotabrot fræpokanna neðst í mynd. Þetta er ekkert tún fyrir beitarland.Vísir/Stefán Aðspurður hvernig sé að fylgjast með út um skrifstofugluggann segir hann mikla vinnu hafa unnist, þó enn sé dökkt yfir. Það sjái þó fyrir endann á svörtum Laugardalsvelli. „Það er rólegri gangur að horfa á þetta. En hér er verið að vinna á fullu að hitalögnum, vökvunarkerfinu og öllu hér í kring. Það er enn dökkt hérna yfir en á næstu tveimur til þremur vikum, þegar fer að snyrtast í kring að sjá árangur verksins.“ Velkomin í nútímann Líkt og Þorvaldur nefnir getur útlitið blekkt. Þrátt fyrir að Laugardalsvöllur líti enn heldur dapurlega út þá er búið að grafa yfir mesta þá vinnu sem hefur átt sér stað síðan í október. Sex gríðarstórir vatnstankar eru til staðar við völlinn. Vatn úr þeim fer í vökvunarkerfi sem er innbyggt í völlinn. Menn geta því vökvað eins og þá listir og jafnvel ef þrýstingsvandræði gera vart við sig.Vísir/Stefán Vökvunarkerfi er undir vellinum, líkt og þekkist á stærstu leikvöngum heims. Sé vandamál með þrýsting hefur verið komið upp vatnsstöð með fjölda gríðarstórra vatnstanka við enda vallarins. Þá er einnig framúrskarandi hitakerfi til staðar sem fylgir gríðarmikill tæknibúnaður. Vallarstarfsmenn eigi því að geta haldið grasinu við með því að stýra hita í jarðvegi, þó kuldinn sé töluverður á yfirborðinu. Landslið Íslands eigi því loks að geta spilað fótboltaleiki að vetri til. Heilt herbergi með allskyns tæknibúnaði og köplum, auk vatnsleiðsla, þarf undir hitakerfi vallarins. Kerfið gerir það að verkum að gras getur vaxið og viðhaldið sér þrátt fyrir kalda vetur.Vísir/Stefán „Við vonumst eftir birtu og góðu veðri en gerum okkur grein fyrir því að það komi smá kuldavindar. En við setjum góðan hita undir og keyrum þetta upp,“ Ertu bjartsýnn fyrir því að við sjáum leik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli í sumar? „Já ég er bjartsýnn. Við byrjuðum 14. október að stinga upp hérna og nú er 16. apríl. Við höldum áfram að keyra þetta áfram. Við erum bjartsýn á að við spilum hérna 3. júní. Ég vona það svo sannarlega,“ segir Þorvaldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Auk afgreiðslu tillagna og breytinga á reglugerðum sambandsins voru framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt fyrir þingfulltrúum og gestum. 23. febrúar 2025 08:01 Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Víkingar spila heimaleik í Helsinki í dag og Ísland spilar heimaleik í Murcia í næsta mánuði. Hverjum ber að þakka fyrir þessa ömurlegu stöðu í vallarmálum hér á landi, innan- sem utanhúss? 13. febrúar 2025 08:30 Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. 7. febrúar 2025 14:17 The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Ísland mætir Frakklandi í síðasta leik liðsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní næstkomandi. Stefnan er að sá leikur fari fram á Laugardalsvelli og vannst stór áfangi í þá átt er sáð var fyrir nýjum grasfleti í vikunni. „Þetta er góður dagur í dag. Við erum að byrja að sá og erum mjög spennt að halda tímasetningunni. Fræin eru að komast niður og við setjum svo dúk yfir á morgun áður en við saumum í völlinn eftir einhverja tíu daga. Við erum enn þá á áætlun að stefna á að spila hérna í byrjun júní,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við íþróttadeild. Fræin liggi því undir dúki, í blautum og upphituðum jarðvegi sem stendur. Eftir rúma viku verði farið í að sauma gervigras saman við náttúrulega grasið og eftir muni standa hybridvöllur - blanda af grasi og gervigrasi. Á næstu vikum verði svo þökulagt á svæðið í kring og gervigras lagt meðfram vellinum. Gervigrasið sem fer meðfram vellinum nýtist sem upphitunarsvæði fyrir leikmenn. Það er endurnýtt gras sem rifið var af velli Gróttu á Seltjarnarnesi. Þannig verður losnað undan veseni og kostnaði við förgun þess. Sáningarvél að verki. Gríðarmiklu magni þarf að sá í völl sem þennan og má sjá brotabrot fræpokanna neðst í mynd. Þetta er ekkert tún fyrir beitarland.Vísir/Stefán Aðspurður hvernig sé að fylgjast með út um skrifstofugluggann segir hann mikla vinnu hafa unnist, þó enn sé dökkt yfir. Það sjái þó fyrir endann á svörtum Laugardalsvelli. „Það er rólegri gangur að horfa á þetta. En hér er verið að vinna á fullu að hitalögnum, vökvunarkerfinu og öllu hér í kring. Það er enn dökkt hérna yfir en á næstu tveimur til þremur vikum, þegar fer að snyrtast í kring að sjá árangur verksins.“ Velkomin í nútímann Líkt og Þorvaldur nefnir getur útlitið blekkt. Þrátt fyrir að Laugardalsvöllur líti enn heldur dapurlega út þá er búið að grafa yfir mesta þá vinnu sem hefur átt sér stað síðan í október. Sex gríðarstórir vatnstankar eru til staðar við völlinn. Vatn úr þeim fer í vökvunarkerfi sem er innbyggt í völlinn. Menn geta því vökvað eins og þá listir og jafnvel ef þrýstingsvandræði gera vart við sig.Vísir/Stefán Vökvunarkerfi er undir vellinum, líkt og þekkist á stærstu leikvöngum heims. Sé vandamál með þrýsting hefur verið komið upp vatnsstöð með fjölda gríðarstórra vatnstanka við enda vallarins. Þá er einnig framúrskarandi hitakerfi til staðar sem fylgir gríðarmikill tæknibúnaður. Vallarstarfsmenn eigi því að geta haldið grasinu við með því að stýra hita í jarðvegi, þó kuldinn sé töluverður á yfirborðinu. Landslið Íslands eigi því loks að geta spilað fótboltaleiki að vetri til. Heilt herbergi með allskyns tæknibúnaði og köplum, auk vatnsleiðsla, þarf undir hitakerfi vallarins. Kerfið gerir það að verkum að gras getur vaxið og viðhaldið sér þrátt fyrir kalda vetur.Vísir/Stefán „Við vonumst eftir birtu og góðu veðri en gerum okkur grein fyrir því að það komi smá kuldavindar. En við setjum góðan hita undir og keyrum þetta upp,“ Ertu bjartsýnn fyrir því að við sjáum leik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli í sumar? „Já ég er bjartsýnn. Við byrjuðum 14. október að stinga upp hérna og nú er 16. apríl. Við höldum áfram að keyra þetta áfram. Við erum bjartsýn á að við spilum hérna 3. júní. Ég vona það svo sannarlega,“ segir Þorvaldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Auk afgreiðslu tillagna og breytinga á reglugerðum sambandsins voru framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt fyrir þingfulltrúum og gestum. 23. febrúar 2025 08:01 Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Víkingar spila heimaleik í Helsinki í dag og Ísland spilar heimaleik í Murcia í næsta mánuði. Hverjum ber að þakka fyrir þessa ömurlegu stöðu í vallarmálum hér á landi, innan- sem utanhúss? 13. febrúar 2025 08:30 Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. 7. febrúar 2025 14:17 The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22
Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Auk afgreiðslu tillagna og breytinga á reglugerðum sambandsins voru framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt fyrir þingfulltrúum og gestum. 23. febrúar 2025 08:01
Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Víkingar spila heimaleik í Helsinki í dag og Ísland spilar heimaleik í Murcia í næsta mánuði. Hverjum ber að þakka fyrir þessa ömurlegu stöðu í vallarmálum hér á landi, innan- sem utanhúss? 13. febrúar 2025 08:30
Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. 7. febrúar 2025 14:17
The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti