The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 12:45 Vel var mætt á Kópavogsvöll í gær þar sem Erlingur Agnarsson og félagar í Víkingi veittu Djurgården harða keppni en urðu að sætta sig við naumt tap. vísir/Anton Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllt hefur kröfur UEFA um flóðlýsingu, vegna sjónvarpsútsendinga frá keppnum á borð við Sambandsdeildina. Fleiru er ábótavant á Víkingsvelli og því hafa Víkingar neyðst til að spila skömmu eftir hádegi, á Kópavogsvelli, eins og í 2-1 tapinu gegn Djurgården í gær. The Sun segir í ónákvæmri Facebook-færslu sinni, fyrir 3,9 milljónir fylgjenda, að engin flóðljós séu á Kópavogsvelli og því neyðist Víkingar til að spila heimaleiki sína snemma. Með fylgir skellihlæjandi broskall. Spaugsamir fylgjendur miðilsins velta því svo meðal annars fyrir sér í athugasemdum hvort að norðurljósin dugi ekki til þess að veita birtu á kvöldin á Íslandi. Færsla The Sun um Víkingsliðið á Facebook.Skjáskot/The Sun Football The Sun birtir með færslu sinni gamlar myndir af Kópavogsvelli og það er auðvitað ekki rétt hjá miðlinum að engin flóðljós séu á vellinum. Þau eru hins vegar, vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Kópavogi á sínum tíma, ekki nógu sterk til að uppfylla kröfur UEFA. Breska blaðið nuddar Víkingum svo upp úr því að þrátt fyrir að spila á óvenjulegum tíma þá hafi það ekki hjálpað liðinu því það hafi tapað gegn Djurgården. Tapið breytir ekki þeirri staðreynd að Víkingar hafa náð í sex stig á Kópavogsvelli í keppninni, og sjö stig alls, og eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist áfram í umspil í lok febrúar um sæti í 16-liða úrslitum. Það gæti tekist jafnvel þó að liðið tapi gegn LASK í Austurríki næsta fimmtudag, þegar deildarkeppninni lýkur. Komist Víkingar áfram gætu vallarmál á Íslandi fengið enn meiri athygli í erlendum fjölmiðlum, eins og The Sun. Á meðal liða sem komist gætu áfram eru bresku liðin Chelsea, sem reyndar er öruggt í 16-liða úrslit, Hearts og The New Saints. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira
Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllt hefur kröfur UEFA um flóðlýsingu, vegna sjónvarpsútsendinga frá keppnum á borð við Sambandsdeildina. Fleiru er ábótavant á Víkingsvelli og því hafa Víkingar neyðst til að spila skömmu eftir hádegi, á Kópavogsvelli, eins og í 2-1 tapinu gegn Djurgården í gær. The Sun segir í ónákvæmri Facebook-færslu sinni, fyrir 3,9 milljónir fylgjenda, að engin flóðljós séu á Kópavogsvelli og því neyðist Víkingar til að spila heimaleiki sína snemma. Með fylgir skellihlæjandi broskall. Spaugsamir fylgjendur miðilsins velta því svo meðal annars fyrir sér í athugasemdum hvort að norðurljósin dugi ekki til þess að veita birtu á kvöldin á Íslandi. Færsla The Sun um Víkingsliðið á Facebook.Skjáskot/The Sun Football The Sun birtir með færslu sinni gamlar myndir af Kópavogsvelli og það er auðvitað ekki rétt hjá miðlinum að engin flóðljós séu á vellinum. Þau eru hins vegar, vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Kópavogi á sínum tíma, ekki nógu sterk til að uppfylla kröfur UEFA. Breska blaðið nuddar Víkingum svo upp úr því að þrátt fyrir að spila á óvenjulegum tíma þá hafi það ekki hjálpað liðinu því það hafi tapað gegn Djurgården. Tapið breytir ekki þeirri staðreynd að Víkingar hafa náð í sex stig á Kópavogsvelli í keppninni, og sjö stig alls, og eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist áfram í umspil í lok febrúar um sæti í 16-liða úrslitum. Það gæti tekist jafnvel þó að liðið tapi gegn LASK í Austurríki næsta fimmtudag, þegar deildarkeppninni lýkur. Komist Víkingar áfram gætu vallarmál á Íslandi fengið enn meiri athygli í erlendum fjölmiðlum, eins og The Sun. Á meðal liða sem komist gætu áfram eru bresku liðin Chelsea, sem reyndar er öruggt í 16-liða úrslit, Hearts og The New Saints.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira