Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 20:23 Dómarar eru byrjaðir að deila við Donald Trump og það ekki í fyrsta sinn. Vísir/AP Dómari í Bandaríkjunum segir tilefni til að ákæra ríkisstjórn Donald Trump fyrir að hunsa dómsúrskurð sem kveðinn var upp um miðjan síðasta mánuð. Málið er eitt af mörgum þar sem Trump er sakaður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Trump Bandaríkjaforseti gaf út forsetatilskipun um miðjan mars um handtöku og brottvísun meintra gengjamiðlima til El Salvador. Hann vísaði til laga frá árinu 1798 sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Dómarinn James Boasberg í Washington úrskurðaði í kjölfarið að gera ætti hlé á brottflutningum og flytja þá, sem þegar hefðu verið fluttir úr landi, til baka. Eftir þeim úrskurði var hins vegar ekki farið. Í dag kvað sagði þessi sami dómari, sem Trump og samstarfsmenn hans hafa ítrekað talað niður í fjölmiðlum, síðan upp úrskurð um að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að kæra Trumpstjórnina fyrir að fara gegn áðurnefndum úrskurði. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýni fram á að hún hafi vísvitandi hunsað ákvörðun dómstólsins og að næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að sanna glæpsamlegt athæfi,“ skrifar Boasberg meðal annars í 46 síðna löngum úrskurði sínum. Gæti kallað til sérstakan saksóknara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Trump kannar hversu langt hún kemst með að hunsa úrskurði dómstóla sem hún er ósammála. Í öðrum málum hafa dómarar hins vegar ekki komist langt áfram með málið og James Boasberg hefur nú. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað lýst yfir að alríkisdómstólar skorti vald til að gefa út úrskurði sem hafi áhrif á innflytjendastefnu Trump. „Stjórnarskráin líður ekki að vísvitandi sé farið gegn ákvörðunum dómstóla, sérstaklega ekki þegar um ræðir aðila sem svarið hafa eið um að virða hana,“ skrifaði Boasberg ennfremur en hann var skipaður sem dómari á sínum tíma af Barack Ombama, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Boasberg dómari ætlar nú að safna saman yfirlýsingum frá þeim aðilum sem tóku ákvarðanir um að snúa ekki við flugvélum sem flugu með innflytjendur til El Salvador þann 15. mars. Því næst mun hann kalla fólk fyrir dóm til vitnisburðar. Það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort embætismenn í stjórn Trump verði ákærðir. Boasberg dómari getur hins vegar einnig ráðið sérstakan saksóknara ákveði ráðuneytið ekki að aðhafast í málinu. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti gaf út forsetatilskipun um miðjan mars um handtöku og brottvísun meintra gengjamiðlima til El Salvador. Hann vísaði til laga frá árinu 1798 sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Dómarinn James Boasberg í Washington úrskurðaði í kjölfarið að gera ætti hlé á brottflutningum og flytja þá, sem þegar hefðu verið fluttir úr landi, til baka. Eftir þeim úrskurði var hins vegar ekki farið. Í dag kvað sagði þessi sami dómari, sem Trump og samstarfsmenn hans hafa ítrekað talað niður í fjölmiðlum, síðan upp úrskurð um að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að kæra Trumpstjórnina fyrir að fara gegn áðurnefndum úrskurði. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýni fram á að hún hafi vísvitandi hunsað ákvörðun dómstólsins og að næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að sanna glæpsamlegt athæfi,“ skrifar Boasberg meðal annars í 46 síðna löngum úrskurði sínum. Gæti kallað til sérstakan saksóknara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Trump kannar hversu langt hún kemst með að hunsa úrskurði dómstóla sem hún er ósammála. Í öðrum málum hafa dómarar hins vegar ekki komist langt áfram með málið og James Boasberg hefur nú. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað lýst yfir að alríkisdómstólar skorti vald til að gefa út úrskurði sem hafi áhrif á innflytjendastefnu Trump. „Stjórnarskráin líður ekki að vísvitandi sé farið gegn ákvörðunum dómstóla, sérstaklega ekki þegar um ræðir aðila sem svarið hafa eið um að virða hana,“ skrifaði Boasberg ennfremur en hann var skipaður sem dómari á sínum tíma af Barack Ombama, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Boasberg dómari ætlar nú að safna saman yfirlýsingum frá þeim aðilum sem tóku ákvarðanir um að snúa ekki við flugvélum sem flugu með innflytjendur til El Salvador þann 15. mars. Því næst mun hann kalla fólk fyrir dóm til vitnisburðar. Það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort embætismenn í stjórn Trump verði ákærðir. Boasberg dómari getur hins vegar einnig ráðið sérstakan saksóknara ákveði ráðuneytið ekki að aðhafast í málinu.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira