McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 20:59 Scott McTominay lét að sér kveða í kvöld. EPA-EFE/CIRO FUSCO Napoli vann Empoli 3-0 í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans í kvöld. Skotinn Scott McTominay skoraði tvö mörk á meðan Romelu Lukaku kom að öllum mörkum liðsins. Eftir aðeins átján mínútur kom McTominay heimamönnum yfir eftir undirbúning Lukaku. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Það voru rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lukaku tvöfaldaði forystuna og hann lagði svo upp þriðja markið sem McTominay skoraði nokkrum mínútum síðar. Alls hefur Skotinn knái nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. 62' Ancora loro due! Lukaku confeziona per McTominay, doppietta e 3-0! #NapoliEmpoli 3-0 pic.twitter.com/qeK843JUsd— Lega Serie A (@SerieA) April 14, 2025 Eftir sigur kvöldsins er Napoli með 68 stig, þremur minna en topplið Inter þegar sex umferðir eru eftir af Serie A. Á Englandi vann Bournemouth 1-0 heimasigur á Fulham þökk sé marki Antoine Semenyo á fyrstu mínútu. Með sigrinum fer Bournemouth upp fyrir Fulham á markatölu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 48 stig að loknum 32 leikjum. What a start for Bournemouth! 🔥Antoine Semenyo puts the hosts ahead inside a minute 😮💨#BOUFUL pic.twitter.com/7E6D4oIiQt— Premier League (@premierleague) April 14, 2025 Á Spáni vann Atlético Madríd sigur á Valladolid eftir að lenda undir snemma leiks. Mamadou Sylla kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Julián Alvarez jafnaði metin örfáum mínútum síðar, einnig með mark af vítapunktinum. Guiliano Simeone kom Atlético svo yfir ekki löngu síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Javier Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir gestina í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn annað víti. Aftur fór Alvarez á punktinn og aftur skoraði Argentínumaðurinn, hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Grítalo, Giuli 🗣️#LaLigaHighlights pic.twitter.com/NquJ3i6Zom— Atlético de Madrid (@Atleti) April 14, 2025 Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti við fjórða marki heimaliðsins áður en leik lauk og lokatölur í Madríd 4-2. Sigurinn þýðir að Atl. Madríd er með 63 stig í 3. sæti, þremur minna en nágrannar sínir í Real Madríd og sjö minna en topplið Barcelona þegar sjö umferðir eru eftir. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Eftir aðeins átján mínútur kom McTominay heimamönnum yfir eftir undirbúning Lukaku. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Það voru rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lukaku tvöfaldaði forystuna og hann lagði svo upp þriðja markið sem McTominay skoraði nokkrum mínútum síðar. Alls hefur Skotinn knái nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. 62' Ancora loro due! Lukaku confeziona per McTominay, doppietta e 3-0! #NapoliEmpoli 3-0 pic.twitter.com/qeK843JUsd— Lega Serie A (@SerieA) April 14, 2025 Eftir sigur kvöldsins er Napoli með 68 stig, þremur minna en topplið Inter þegar sex umferðir eru eftir af Serie A. Á Englandi vann Bournemouth 1-0 heimasigur á Fulham þökk sé marki Antoine Semenyo á fyrstu mínútu. Með sigrinum fer Bournemouth upp fyrir Fulham á markatölu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 48 stig að loknum 32 leikjum. What a start for Bournemouth! 🔥Antoine Semenyo puts the hosts ahead inside a minute 😮💨#BOUFUL pic.twitter.com/7E6D4oIiQt— Premier League (@premierleague) April 14, 2025 Á Spáni vann Atlético Madríd sigur á Valladolid eftir að lenda undir snemma leiks. Mamadou Sylla kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Julián Alvarez jafnaði metin örfáum mínútum síðar, einnig með mark af vítapunktinum. Guiliano Simeone kom Atlético svo yfir ekki löngu síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Javier Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir gestina í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn annað víti. Aftur fór Alvarez á punktinn og aftur skoraði Argentínumaðurinn, hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Grítalo, Giuli 🗣️#LaLigaHighlights pic.twitter.com/NquJ3i6Zom— Atlético de Madrid (@Atleti) April 14, 2025 Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti við fjórða marki heimaliðsins áður en leik lauk og lokatölur í Madríd 4-2. Sigurinn þýðir að Atl. Madríd er með 63 stig í 3. sæti, þremur minna en nágrannar sínir í Real Madríd og sjö minna en topplið Barcelona þegar sjö umferðir eru eftir.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann