Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 23:15 Aldís Guðlaugsdóttir gæti orðið ein af bestu markvörðum deildarinnar í sumar. Vísir/Diego Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis. Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira