Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. apríl 2025 22:47 Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði, Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði, og Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. Háskóli Íslands Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér. Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt. Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt.
Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira